Innkaupaskólinn | Grunnnámskeið í opinberum innkaupum

Á námskeiðinu verður fjallað um opinber innkaup, einkum útboð, sem leið til að koma á samningi milli opinberra aðila og fyrirtækja. Um er að ræða inngangsnámskeið þar sem helstu grundvallaratriðum verður gerð góð skil. Fjallað verður um helstu lög og stefnur, meginreglur laga um opinber innkaup, gildissvið laganna og hvernig eigi að leggja mat á hvort innkaup séu útboðsskyld. Þá verður farið yfir hvaða kröfur megi gera í útboðsgögnum og hvernig eigi að leggja mat á framlögð tilboð, einkum hvenær tilboð teljist gild og hvenær megi kalla eftir viðbótarupplýsingum.

Helstu efnisþættir námskeiðisins

 • Markmið opinberra innkaupa, helstu lög og stefnur
 • Meginreglur laga um opinber innkaup
 • Gildissvið laga um opinber innkaup og hvenær stofnast til útboðsskyldu
 • Tæknilýsingar, hæfiskröfur, valforsendur og samningskröfur
 • Mat og val tilboða 

Námskeiðið er án kostnaðar fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar en einnig fyrir aðildarfélaga BHM sem eiga rétt hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna og starfa hjá ríki, sveitarfélögum eða sjálfseignarstofnunum.

Þátttakendur í eftirtöldum aðildarfélögum BHM mega setja kennitölu Starfsþróunarsetursins 500611-0730 sem greiðanda við skráningu. Athugið að ekki er nóg að skrá BHM sem stéttarfélag heldur verður að skrá nafn aðildarfélagsins.

 • Dýralæknafélag Íslands
 • Félag geislafræðinga
 • Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins
 • Félag íslenskra félagsvísindamanna
 • Félag íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum
 • Félag íslenskra náttúrufræðinga
 • Félag leikstjóra á Íslandi
 • Félag lífeindafræðinga
 • Félag sjúkraþjálfara
 • Félagsráðgjafafélag Íslands
 • Fræðagarður
 • Iðjuþjálfafélag Íslands
 • Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga
 • Ljósmæðrafélag Íslands
 • Prestafélag Íslands
 • Sálfræðingafélag Íslands
 • Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga
 • Stéttarfélag lögfræðinga
 • Þroskaþjálfafélag Íslands

Hæfniviðmið

Að þekkja helstu markmið og sjónarmið sem gilda um opinber innkaup.

Að vita hvenær bjóða þurfi út innkaup.

Að þekkja helstu kröfur sem má gera í útboðum.

Að þekkja hvernig eigi að meta framlögð tilboð.

Fyrirkomulag

Veffyrirlestrar og umræðutími. Upptökur af veffyrirlestrum verða aðgengilegar um viku fyrir umræðutíma og er ætlast til að þátttakendur verði búnir að tileinka sér námsefnið áður en umræður fara fram. Þátttakendur fá tækifæri til að senda inn fyrirspurnir um efni námskeiðsins fyrir umræðutímann.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Upptökur af fyrirlestrum verða settar inn mánudaginn 6. nóvember. Þátttakendum gefst kostur á að senda inn fyrirspurnir um efnið til kennara í síðasta lagi föstudaginn 10. nóvember. Fyrirspurnum verður svarað í umræðutíma sem verður á Teams þriðjudaginn 14. nóvember og hefst hann kl. 10:00
 • Lengd
  6 klst.
 • Staðsetning
  Vefnám (upptökur, fyrirspurnir og umræður)
 • Tegund
  Streymi
 • Verð
  36.000 kr.
 • Markhópur
  Þeir aðilar sem koma að opinberum innkaupum hjá ríki, sveitarfélögum og frjálsum félagasamtökum s.s forstöðumenn, ábyrgðarmenn innkaupa, fjármála og rekstarstjórar.
 • Tengiliður námskeiðs
  Björg Valsdóttir
 • Mat
  Mæting

Gott að vita

Upptökur af fyrirlestrum verða aðgengilegar þátttakendum í viku eftir umræðutímann.

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
06.11.2023Grunnnámskeið í opinberum innkaupum09:0012:00Stanley Örn Axelsson
14.11.2023Umræðutími10:0012:00Stanley Örn Axelsson