Reykjavíkurborg | USK - Fræðsludagur- Er brjálað að gera?

Fræðsludagur skrifstofufulltrúa Umhverfis- og skipulagssviðs sem eru í Sameyki verður haldinn 26. október kl. 9:00-13:00. Haldin verður vinnustofa um hvernig hægt er að takast á við streitu, álag og áreiti í þjónustu. Hádegisverður í boði USK á námskeiðsstað.

Dagskrá fræðsludagsins

Kl. 9:00-9:30

Kaffi og kruðerí. Kynning á þjónustu Starfsmenntar.

Kl. 9:30-12:00

Vinnustofa- Er brjálað að gera?

Setningin sem við spyrjum  hvort annað að reglulega og lítum á sem eðlilegt ástand. Hvernig getum við brugðist við þegar það er stöðugt áreiti í vinnunni og við náum ekki að komast yfir verkefnin okkar. Veltum fyrir okkur hvernig eru samskiptin okkar við hvort annað og við viðskiptavini. Við skoðum helstu streituvalda okkar, bæði innri og ytri og hvernig við tökumst sem best á við þá og skoðum hvaða bjargráð við höfum. Í síkvikum heimi þar sem við erum endalaust að takast á við breytingar þá skiptir hugarfar okkar miklu máli og að við tileinkum okkur gróskuhugarfar og ræðum saman um það.   

Einnig verður fjallað um sálrænt öryggi og  af hverju það er svona mikilvægt á vinnustaðnum að við þekkjum það.   

Vinnustofan er vettvangur til að blanda saman fræðslu og umræðum þar sem áhersla er á virka þátttöku allra og að raddir allra fái að heyrast. 

Kl. 12:00-13:00

Hádegisverður í boði USK (hjá Starfsmennt).


Vinsamlegast skráið ykkur fyrir kl. 12 þriðjudaginn 25. október. Endilega látið okkur vita ef þið eruð með ofnæmi eða annað sem þið viljið koma á framfæri varðandi matinn.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Miðvikudagur 26. október kl. 9:00-13:00
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Inga Þórisdóttir starfar sem stjórnendaþjálfi í fyrirtæki sínu Via Optima og hefur Inga yfir tuttugu ára reynslu af störfum innan fjármálageirans og víðtæka stjórnunarreynslu. Inga er með BS/ í viðskiptafræði frá háskólanum á Bifröst og hefur einnig lokið námi í Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun hjá EHÍ, og er alþjóðlega vottaður NLP Master Coach. Í störfum sínum sem stjórnandi hefur Inga lagt áherslu á góð samskipti á vinnustað og uppbyggingu sterkar liðsheildar.
  • Staðsetning
    Húsnæði Starfsmenntar Skipholti 50b, 105 Reykjavík (þriðja hæð)
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Skrifstofufulltrúar hjá Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar sem eru í Sameyki
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Ingibjörg Hanna Björnsdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
26.10.2022Fræðsludagur- vinnustofa um streitu, álag og áreiti í þjónustu.09:0013:00Inga Þórisdóttir