Hugsum grænt
-Streymi-
Námskeiðið er aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu en opið öðrum gegn gjaldi. Skráðir þátttakendur geta nálgast upptöku í eina viku eftir að námskeiði lýkur á "mínar síður".
Fjallað verður á mannamáli um þær stóru áskoranir sem heimurinn stendur frammi fyrir í umhverfismálum.
Áhersla verður lögð á möguleika hvers og eins til að minnka umhverfisáhrif og láta gott af sér leiða.
Þátttakenndur munu í lok námskeiðsins búa til sín eigin markmið til að minnka umhverfisáhrif.
Hæfniviðmið
Að geta gert grein fyrir hugtökum sem mikið eru notuð í umræðu um umhverfismál, s.s. loftslagsbreytingar, sjálfbær þróun, heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, vistspor og kolefnisspor.
Að geta gert grein fyrir ástæðum og afleiðingum loftslagsbreytinga.
Að geta útskýrt þörfina á því að minnka umhverfisáhrif.
Að geta útbúið aðgerðalista til að minnka eigin umhverfisáhrif.
Að geta lagt sitt að mörkum til samfélagsins með sjálfbærni að leiðarljósi.
Að geta beitt fjölbreyttum leiðum til aðgerða í umhverfismálum.
Fyrirkomulag
FyrirlesturHelstu upplýsingar
- TímiMiðvikudagur 27. september kl. 13:00 - 14:30
- Lengd1.5 klst.
- UmsjónKatrín Magnúsdóttir, MA gráðu í umhverfis- og þróunarmannfræði.
- StaðsetningVefnám í rauntíma, kennt á Teams
- TegundStreymi
- Verð9.000 kr.
- MarkhópurFyrir þau sem vilja fræðast um þær stóru áskoranir sem heimurinn stendur frammi fyrir í umhverfismálum og möguleika hvers og eins til að minnka umhverfisáhrif og láta gott af sér leiða.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
- MatMæting
Gott að vita
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
27.09.2023 | Hugsum grænt | 13:00 | 14:30 | Katrín Magnúsdóttir |