Microsoft Planner og Teams

Microsoft Teams, ásamt öðrum Microsoft 365 afurðum hefur verið innleitt hjá fjölda fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga enda frábært tæki til að halda utan um teymi, fjarfundi, deila gögnum, spjalla og margt fleira.

Færri vita af Microsoft Planner og því sem það hefur fram að færa en með því má skipuleggja verkefni, útdeila verkþáttum, virkja áminningar og sjá framvindu verkefna frá mælaborði. Með Microsoft Planner getur þú og teymið þitt sett fram áætlun um verkefni, deilt út verkþáttum, átt í samskiptum ykkar á milli og séð framvindu verkþátta frá mælaborði. Einnig getur Plannes haldið utan um fundargerðir, verið með upplýsingasíðu og fleira tengt verkefninu.


Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Uppsetningu nýs verkefnateymis í Microsoft Teams.
  • Uppsetningu Microsoft Planner.
  • Verkefnaræs – hugarflug.
  • Hugarflug í tengslum við verkefni (e. tasks).
  • Fötur, verk og fleira.
  • Setja ábyrgð.
  • Virkjun tímasetninga og áminninga.
  • Hvar þær birtast og hvernig má nálgast þær.
  • Hengja ítarefni við verk.
  • Notkun á Wiki í teyminu ásamt „Microsoft Teams lists“.
  • Mælaborð.
  • Skjölun á verkefninu & fundargerðir.
  • Notkun á smáforritum fyrir iOS og Android.
  • Og fleiri atriði tengd Planner.

Hæfniviðmið

Að geta nýtt sér Planner við skipulag og verkefnastjórnun.

Að geta tengt Planner við Teams og þekkja hvernig það getur nýtist.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og verkefni.
Þátttakendur þurfa að hafa Teams aðgang uppsettan áður en að námskeið hefst.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    21. nóvember 2023, kl. 09.00 - 12.00. Skráningu lýkur 6. nóvember kl.10.00.
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Atli Þór Kristbergsson, ráðgjafi og kennari
  • Staðsetning
    Vefnám í rauntíma, kennt á Zoom
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Þau sem hafa þekkingu á Teams og/eða hafa lokið grunnnámskeiðinu Microsoft Teams og OneDrive hjá Endurmenntun HÍ og vilja nýta möguleika þess betur.
  • Gott að vita
    Eingöngu félagsfólk aðildarfélaga Starfsmenntar getur skráð sig hér á námskeiðið. Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðið telst ekki 100% öruggt fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr ,,nýr” í ,,samþykkt.” Póstur verður sendur á þátttakendur þess efnis áður en námskeiðið hefst. 
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
21.11.2023Microsoft Planner og Teams 09:0012:00Atli Þór Kristbergsson