Árangursrík samskipti í þjónustu

Örn Árnason leikari sýnir á skemmtilegan hátt í þremur örþjálfunarmyndböndum hvernig líkamstjáning og raddbeitingin hafa áhrif á hvort samskipti þín séu árangursrík.

Örþjálfunarmyndböndin þrjú eru eftirfarandi:

1. Góð samskipti byrja hjá okkur sjálfum,
2. Breytir raddbeiting merkingu orða?
3. Hlusta með augunum.

Námskeiðið nýtist jafnt í samskiptum við viðskiptavina og samstarfsfólk hvort sem það er á netinu eða augliti til auglitis. Námskeiðinu Árangursrík samskipti fylgja verkefni sem gefa þér tækifæri í að æfa þig í að lesa aðra og bæta eigin samskiptatækni.

Árangursrík samskipti með líkamstjáningu.

Hæfniviðmið

Að skilja mikilvægi líkamstjáningar og raddbeitingar í árangursríkum samskiptum

Að átta sig á mikilvægi samskiptatækni í virkri hlustun

Að vita að jafnvel lítil atriði í samskiptatækni þinni geta haft mikil áhrif á upplifun annarra

Að styrkja öryggi í samskiptum og fagmennsku

Fyrirkomulag

Vefnám.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Miðvikudagur 15. febrúar 2023
  • Lengd
    12 klst.
  • Umsjón
    Margrét Reynisdóttir
  • Staðsetning
    Vefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    22.100 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Fyrir alla sem vilja bæta sig árangursríkum samskiptum.
  • Gott að vita
    Námið er fyrir þá sem vilja bæta sig í samskiptum.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Verkefnaskil.
  • Ummæli
  • Námskeiðin þín hafa vakið mann til umhugsunar um hvað maður gerir rétt og hvað má bæta. Það hefur að sjálfsögðu virkað í símsvörun og svo þetta nýjast í víðari skilningi. Brosum og það skilar sér 😊

    – Ólöf Harðardóttir

  • I am thoroughly enjoying everything about this course.

    – Erzsebet Iren Szucs

  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
15.02.2023Árangursrík samskipti með líkamstjáninguMargrét Reynisdóttir