Inngangur að Lean - grunnatriði straumlínustjórnunar
- Streymi -
Skráningu fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar lýkur 30. ágúst kl.10:00, aðrir skrá sig hjá EHÍ.
Á námskeiðinu er farið yfir grunnatriði Lean sem gengur í stuttu máli út á að hámarka virði og lágmarka sóun.
Farið er yfir átta tegundir sóunar og kynnt nokkur lykiltól Lean.
Einnig er farið yfir það hvernig hægt er að virkja betur umbótahugsun til að vinna að stöðugum umbótum.
Á námskeiðinu er fjallað um:
- Hugtökin virði og sóun
- 8 Tegundir sóunar
- 5S aðferðafræðina
- Lean morgunfundi / umbótafundi
Hæfniviðmið
Að þekkja grunnatriði Lean aðferðafræðinnar.
Að þekkja til að eyða sóun og auka virði.
Að kunna aðferðir til að einfalda dagleg störf.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og verkefni.Helstu upplýsingar
- TímiFimmtudagur 14. september kl. 09:00 - 11:00
- Lengd2 klst.
- UmsjónÁsdís Kristinsdóttir vélaverkfræðingur og Margrét Edda Ragnarsdóttir rafmagnsverkfræðingur, eigendur og ráðgjafar hjá Gemba
- StaðsetningEndurmenntun Háskóla Íslands, Dunhagi 7, 107 Reykjavík
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNámskeiðið er fyrir alla sem vilja einfalda bæði störf sín og annarra. Það er fyrir alla sem vilja læra á verkfæri og þekkja aðferðafræði sem auðveldar upphafið að vegferð stöðugra umbóta.
- Gott að vitaEingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið. Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttakendur þess efnis áður en námskeiðið hefst.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
- MatMæting og þátttaka.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
14.09.2023 | Inngangur að Lean - grunnatriði straumlínustjórnunar | 09:00 | 11:00 | Ásdís Kristinsdóttir og Margrét Edda Ragnarsdóttir |