Fangelsismálastofnun | Starfsmannasamtöl fyrir starfsfólk

Í starfsmannasamtali setjast stjórnandi og starfsmaður niður til að ræða frammistöðu með skipulögðum hætti. Í samtalinu er m.a. rætt um verkefna- og ábyrgðarsvið starfsmanns, frammistöðu hans, líðan á vinnustað, starfsánægju, stjórnun, samskipti, markmið og hvaðeina annað sem stjórnandi og starfsmaður telja að þurfi að ræða. Í samtalinu gefst einnig færi á að skilgreina fræðsluþarfir starfsmanns á komandi tímabili ásamt óskum um starfsþróun. Í starfsmannasamtali draga stjórnandinn og starfsmaðurinn sig meðvitað út úr hinu daglega amstri og ræða málin í stærra samhengi.


Starfsmannasamtalið er tæki starfsmanns til að hafa áhrif á eigið starf og starfsþróun. Samtalið gerir stjórnandanum kleift að vinna með starfsmanninum að betri árangri og veita honum endurgjöf og hvatningu. Starfsmannasamtalinu er ekki ætlað að koma í stað reglulegrar endurgjafar eða umræðna um málefni líðandi stundar.

Á námskeiðinu er farið í ástæður, undirbúning og framkvæmd starfsmannasamtalsins auk þess sem fjallað er um ávinning þess.

Hæfniviðmið

Að skilja mikilvægi starfsmannasamtala

Að öðlast meira öryggi í samtalinu

Að geta nýtt starfsmannasamtalið sem tæki til starfsþróunar

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður

Helstu upplýsingar

  • Tími
    27. nóvember 2023 kl. 09.00-11.00. Skráningu lýkur kl. 12 föstudaginn 24. nóvember
  • Lengd
    2 klst.
  • Umsjón
    Eyþór Eðvarðsson sérfræðingur hjá Þekkingarmiðlun
  • Staðsetning
    Vefnám á rauntíma, kennt á Zoom
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsfólk Fangelsismálastofnunar
  • Gott að vita
     
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Ingibjörg Hanna Björnsdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
27.11.2023Starfsmannasamtöl09:0011:00Eyþór Eðvarðsson