SSH - Ofbeldi í þjónustu við fatlað fólk - Vefnám - kl. 13:00 - 16:00

Á þessu námskeiði verður fjallað um þróun mannréttindaverndar fatlaðs fólks með áherslu á jafnrétti, ójöfn valdahlutföll, forréttindi og jaðarstöðu.
Lögð verður áhersla á að reyna að skilja ólíkar og flóknar birtingarmyndir ofbeldis gagnvart fötluðu fólki. Þá verður fjallað um ofbeldismenningu og ábyrgð starfsfólks á að vinna gegn slíkri menningu í þjónustu við fatlað fólk.

Hæfniviðmið

Að þátttakendur öðlist innsýn inn í ólíkar birtingarmyndir ofbeldis í þjónustu við fatlað fólk

Að þátttakendur átti sig á valdastöðu sinni og ábyrgð þegar kemur að því að vinna að jafnrétti og uppræta vinnulag og verkferla sem ýta undir ofbeldismenningu.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, myndbönd, umræður og verkefni.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Fimmtudagur 6. maí kl. 13:00 - 16:00
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Helga Baldvins Bjargardóttir, M.L.-gráða í lögfræði frá HR, Diplómanám í fötlunarfræðum við HÍ
  • Staðsetning
    Vefnám
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Nám ætlað starfsmönnum sem starfa að málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Garðabæ og Seltjarnarnes.
  • Gott að vita
    Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    smennt(hjá)smennt.is

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
06.05.2021SSH - Ofbeldi í þjónustu við fatlað fólkHelga Baldvins Bjargardóttir