Þema I | Kjarasamningar og ákvörðun launa; stofnanasamningar ríkisins
Gefin er yfirsýn yfir þau kerfi sem farið er eftir við launasetningu starfsmanna hjá ríkinu. Þá er einnig fjallað um meginmarkmið jafnlaunavottunar og hvaða forsendur þurfa að vera fyrir hendi til að hægt sé að innleiða jafnlaunakerfi.
Hæfniviðmið
Að þekkja hvernig laun eru ákvörðuð samkvæmt kjarasamningum og stofnanasamningum hjá ríkinu, hver markmið stofnanasamninga eru, sérákvæði og uppbygging.
Að skilja meginmarkmið jafnlaunavottunar og þekkja hverjar eru helstu forsendur og kröfur fyrir innleiðingu jafnlaunakerfis.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræður.Helstu upplýsingar
- TímiMiðvikudagur 5. október 2022 kl. 9:00-11:00
- Lengd2 klst.
- UmsjónEinar Mar Þórðarson og Aldís Magnúsdóttir
- StaðsetningVefnám á rauntíma, kennt á Teams
- TegundFjarnám
- Verð11.000 kr.
- MarkhópurLaunafulltrúar og þeir sem koma að starfsmanna- og kjaramálum.
- Tengiliður námskeiðsBjörg Valsdóttir
- Mat90% mæting
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
Gott að vita
Markmiðið með náminu er að svara brýnni þörf fyrir fræðslu um launamál og launaafgreiðslu og tengja það við kjarasamninga og regluverk í starfsmannamálum og á þann hátt að efla sérfræðiþekkingu starfsfólks.
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Kennari |
---|---|---|
05.10.2022 | Kjarasamningar og ákvörðun launa; stofnanasamningar ríkisins | Einar Mar Þórðarson og Aldís Magnúsdóttir |