Skýjalausnir – Hvernig virka þær? Kl. 13-16

Ef þú vilt skilja betur hvaða möguleikar felast í skýjalausnum þá er þetta námskeið fyrir þig.

Á námskeiðinu færðu kynningu á skýjalausnum t.d. hvernig hægt er að vinna saman á sameiginlegu svæði, hvernig skjölum og gögnum er deilt, hvað útgáfusaga skjala merkir og eins verður farið í aðgangsstýringar og öryggismál.

Námskeiðið er án kostnaðar fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar.

Námskeiðið byggir á námskránni Tæknilæsi og tölvufærni – Vinnuumhverfi samtímans og er í boði Starfsmenntar og Framvegis.

Hæfniviðmið námsþáttar

Þátttakandi öðlast þekkingu og skilning á:

 • Helstu skýjalausnum og hvað er líkt með þeim og hvað er ólíkt
 •  Að skýjalausn er gagnageymsla og vinnslusvæði
 • Öryggismálum skýjalausna og af hverju þau skipta máli fyrir vinnustaði og einstaklinga
 • Tilgangi útgáfusögu skjala í skýjalausnum
 • Hvernig skjölum er deilt í skýjalausn og hver er tilgangur deilingar
 • Tvöfaldri auðkenningu við innskráningu í skýjalausn

Þátttakandi öðlast leikni í að:

 • Vinna með skjöl í skýjalausnum, svo sem að stofnað, vistað, breyta deila skjölum
 •  Setja af stað og eiga samskipti og samstarf í skýjalausn
 • Tryggja öryggi skjala í skýjalausnum
 • Geta nýtt tvöfalda auðkenningu til að tryggja öryggi skýjalausna

Þátttakandi nýtir sér námskeiðið til að:

 • Vinna af öryggi bæði sjálfstætt og með öðrum í skýjalausn
 •  Geta átt og sett af stað samvinnu í skýjalausn og valið viðeigandi leiðir á öruggan hátt
 • Nýta sér útgáfustýringu skjala til að tryggja gæði skjalavinnslu
 • Vera ábyrgur og gæta öryggis í vinnu við skýjalausnir

Fyrirkomulag

Námið er bæði bóklegt og verklegt.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Miðvikudagur 27. október, mánudagur 1. og miðvikudagur 3. nóvember kl. 13:00 - 16:00
 • Lengd
  9 klst.
 • Umsjón
  Atli Þór Kristbergsson M365 leiðbeinandi og ráðgjafi
 • Staðsetning
  í húsnæði Framvegis, Borgartúni 20, þriðju hæð
 • Tegund
  Námskeið
 • Verð
  49.500 kr.
 • Markhópur
  Fyrir alla sem vilja læra um skýjalausnir, öryggismál, aðgangsstýringar, útgáfusögu skjala, deilingu skjala og tvöfalda auðkenningu
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía Santacroce
  soffia(hjá)smennt.is
  550 0060
 • Mat
  Mæting og virkni á námskeiðinu.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturFráTilKennari
27.10.2021Skýjalausnir13:0016:00Atli Þór Kristbergsson
01.11.2021Skýjalausnir13:0016:00Sami kennari
03.11.2021Skýjalausnir13:0016:00Sami kennari