Skýjalausnir kl. 13:00 - 16:00

Námsþættinum er ætlað að efla skilning og færni námsmanna í vinnu við skýjalausnir.
Fjallað verður um tilgang og notkunarmöguleika skýjalausna. Farið verður yfir samvinnu í gegnum skýjalausnir sem felur í sér að unnið eru á sameiginlegu vinnusvæði í skýi en ekki á einstaka tækjum. Fjallað er um deilingu skjala og gagna í gegnum skýjalausnir, bæði þegar unnið er í sömu skýjalausninni og sitt hvorri. Farið er í hvernig útgáfusaga skjala virkar, aðgangsstýring og öryggismál skýjalausna.

Námið byggir á námskránni Tæknilæsi og tölvufærni – Vinnuumhverfi samtímans og er í boði í samvinnu við Framvegis – Miðstöð símenntunar. 

Hæfniviðmið námsþáttar

Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • Helstu skýjalausnum og hvað er líkt með þeim og hvað er ólíkt
 • Að skýjalausn er gagnageymsla og vinnslusvæði
 • Öryggismálum skýjalausna og af hverju þau skipta máli fyrir vinnustaði og einstaklinga
 • Tilgangi útgáfusögu skjala í skýjalausnum
 • Hvernig skjölum er deilt í skýjalausn og hver er tilgangur deilingar
 • Tvöfaldri auðkenningu við innskráningu í skýjalausn

Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:

 • Vinna með skjöl í skýjalausnum, svo sem að stofnað, vistað, breyta deila skjölum
 • Setja af stað og eiga samskipti og samstarf í skýjalausn
 • Tryggja öryggi skjala í skýjalausnum
 • Geta nýtt tvöfalda auðkenningu til að tryggja öryggi skýjalausna

Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • Vinna af öryggi bæði sjálfstætt og með öðrum í skýjalausn
 • Geta átt og sett af stað samvinnu í skýjalausn og valið viðeigandi leiðir á öruggan hátt
 • Nýta sér útgáfustýringu skjala til að tryggja gæði skjalavinnslu
 • Vera ábyrgur og gæta öryggis í vinnu við skýjalausnir

Fyrirkomulag

Námið er bæði bóklegt og verklegt.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Miðvikudagur 27. október, mánudagur 1. og miðvikudagur 3. nóvember kl. 13:00 - 16:00
 • Lengd
  9 klst.
 • Umsjón
  Hermann Jónsson fræðslustjóri hjá Tækninám.is
 • Staðsetning
  Í húsnæði Framvegis
 • Tegund
  Námskeið
 • Verð
  49.500 kr.
 • Markhópur
  Fyrir alla sem vilja læra um skýjalausnir, öryggismál, aðgangsstýringar, útgáfusögu skjala, deilingu skjala og tvöfalda auðkenningu
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía Santacroce
  soffia(hjá)smennt.is
  550 0060

Dagskrá

DagsetningNámsþátturFráTilKennari
27.10.2021Skýjalausnir13:0016:00Hermann Jónsson
01.11.2021Skýjalausnir13:0016:00Sami kennari
03.11.2021Skýjalausnir13:0016:00Sami kennari