Gervigreind - Inngangur og læsi
Námskeiðið er einnig kennt á ensku. / This course is also taught in english.
Þetta námskeið er inngangur að því hvernig gervigreind (AI) er nýtt í daglegu lífi og í faglegum aðstæðum, með sérstakri áherslu á íslenskar lausnir.
Þátttakendur fá innsýn í helstu tegundir gervigreindar, möguleika og takmarkanir hennar, auk þess að læra hvernig hægt er að beita gervigreind á ábyrgan hátt.
Gervigreind - Inngangur og læsi er hannað fyrir þau sem vilja skilja hvernig gervigreind virkar í raunverulegum aðstæðum— án þess að þurfa djúpa tæknilega þekkingu.
Þátttakendur fá leiðsögn um þróun gervigreindar, helstu kerfistegundir (svo sem spálíkön, spjallkerfi og sjálfstæð kerfi) og hvernig íslensk fyrirtæki og stofnanir nýta þau.
Einnig verður fjallað um siðferðileg álitamál, skekkjur í gögnum og áhættu tengda persónuvernd og notkun lokaðra AI-kerfa.
Hæfniviðmið
Að öðlast þekkingu til að taka upplýstar og ábyrgar ákvarðanir um innleiðingu gervigreindar í eigin starfsemi
Fyrirkomulag
Námskeiðið er á stafrænu formi sem gerir þátttakendum kleift að fara yfir efnið á þeim tíma sem hentar þeim.
Efni námskeiðsins er aðgengilegt í gegnum kennslukerfi Opna háskólans.
Helstu upplýsingar
- TímiSkráning er opin til 2. mars 2026 kl. 10.00 en upphafið er valfrjálst
- Lengd2 klst.
- UmsjónSaga Úlfarsdóttir, verkfræðingur og AI sérfræðingur
- StaðsetningVefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
- TegundVefnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurÖll sem taka þátt í ákvarðanatöku um innleiðingu eða notkun gervigreindar, hvort sem eru stjórnendur, starfsfólk í opinbera geiranum, heilbrigðisstarfmenn eða sérfræðingar í fjármálum
- Gott að vitaÞau sem ekki tilheyra aðildarfélögum eða eiga ekki rétt hjá samstarfssjóðum verða afskráð hjá Starfsmennt en geta skráð sig hjá Opna háskólanum í Reykjavík. ATH. Sæti á námskeiðið er aðeins tryggt þegar staðfesting hefur borist frá Opna háskólanum
- MatÁhorf
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 02.03.2026 | Gervigreind - Inngangur og læsi | 00:00 | 02:00 | Saga Úlfarsdóttir |