Dómstólasýslan - Excel grunnur - Vefnám

Námskeiðið er vefnám, sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er. Þátttakendum stendur til boða "valfrjálst upphaf" - þ.e.a.s. hægt er að hafa samband við kennarann og hefja leikinn um leið og skráning er samþykkt.

Námskeiðið stendur yfir í þrjár vikur.

Námsþættir: 
 • Kynnt verða helstu grunnverkfæri Excel og notendaviðmót.
 • Farið verður yfir grunn í uppsetningum formúla, s.s. summu, frádrátt, margföldun og deilingu. Einnig verður skoðað vísun í reiti og skjöl og útlitsmótun gagna.
 • Sérstaklega verður fjallað um uppsetningu og mótun á texta, töflum og myndritum í Excel, uppsetningu á haus og fæti og prentun skjala. 

Nemendur fá sent námshefti og kennslumyndbönd á netinu.

Opið er fyrir skráningu til 1. ágúst 2020. 

Markmið

Að byggja upp góða grunnfærni í Excel töflureikni.

Fyrirkomulag

Þátttakendur fá send námsgögn og vinna verkefni rafrænt. Námskeið stendur yfir í þrjár vikur auk þess sem stuðningstími er veittur að því loknu. Aðgangur að námsefni er opinn allt skólaárið.

Helstu upplýsingar

 • Lengd
  18 klst.
 • Umsjón
  Bjartmar Þór Hulduson, tölvukennari
 • Staðsetning
  Vefnám - Skráning til 30. desember en upphafið er valfrjást í samráði við kennara.
 • Tegund
  Vefnámskeið
 • Verð
  Án kostnaðar
 • Markhópur
  Starfsfólk dómstólanna
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce
  soffia(hjá)smennt.is
 • Mat
  Verkefnaskil
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Gott að vita

Aðstoð er veitt í gegnum netfangið kennari(hjá)nemandi.is og þjónustusíma 788 8805 frá kl. 10-20 virka daga.

Námskeiðið er aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu en Dómstólasýslan greiði fyrir aðra. 

Dagskrá

DagsetningNámsþátturKennari
30.12.2020Excel grunnurBjartmar Þór Hulduson