Falsfréttir, samfélagsmiðlar og gervigreind – eitruð blanda fyrir framtíð lýðræðis? veffyrirlestur kl. 9-10

Eru allar fréttir réttar? Hvað þýðir upplýsingaóreiða og falsfréttir? Hvers vegna er falsfréttum dreift á netinu? Hvaða áhrif hefur upplýsingaóreiða á samfélagið? 

Í erindinu verður þessum spurningum og fleirum svarað til að efla færni okkar í að greina á milli falskra og réttra upplýsinga á netinu. 

Elfa Ýr Gylfadóttir er fjölmiðlafræðingur og framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar sem m.a. hefur það hlutverk að efla fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum, standa vörð um tjáningarfrelsi og rétt almennings til upplýsinga.  Elfa Ýr hefur setið í stjórn stýrinefndar Evrópuráðsins um fjölmiðla og upplýsingasamfélagið og haldið fjölmörg erindi og stýrt málþingum um tjáningarfrelsi, frelsi til upplýsinga og fjölmiðlalöggjöf ásamt því að hafa verið stundakennari í Háskóla Íslands. 

Erindið er hluti af fyrirlestraröð um almenna stafræna hæfni í tilefni af 20 ára afmæli Starfsmenntar.


Fyrirkomulag

Veffyrirlestur

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Miðvikudaginn 6. október kl 9:00 - 10:00
  • Lengd
    1 klst.
  • Umsjón
    Elfa Ýr Gylfadóttir frkv.stj. Fjölmiðlanefndar
  • Staðsetning
    Veffyrirlestur
  • Tegund
    Viðtal
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Gott að vita
    Fyrirlesturinn er öllum aðgengilegur.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Tengiliður námskeiðs
    Júlía Hrönn Guðmundsdóttir
    julia(hjá)smennt.is

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
06.10.202109:0010:00Elfa Ýr Gylfadóttir frkv.stj. Fjölmiðlanefndar