BVV - Stytting vinnuvikunnar - vinnustofa - Vefnám. 10. feb. kl. 09:00-12:00.

Námskeið um Betri vinnutíma í vaktavinnu (BVV) eru ætluð þeim sem koma að innleiðingunni svo sem stjórnendum, vaktasmiðum og launafulltrúum hjá ríkisstofunum, Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum. 

Meðal helstu markmiða vinnutímastyttingar eru að stuðla að umbótum í starfsemi vinnustaða og bæta vinnustaðamenningu og nýtingu vinnutíma án þess að draga úr skilvirkni og gæðum þjónustu. Auk þess er markmiðið að tryggja betur gagnkvæman sveigjanleika og stuðla þannig að bættum lífskjörum og betri samþættingu starfs og einkalífs. 

Margir sem hafa upplifað styttingu vinnuvikunnar á eigin skinni nefna meðal annars að hún feli í sér mun meiri lífsgæði en þeir höfðu reiknað með. Starfsfólki finnst það hafa meiri tíma fyrir sig og fjölskyldu sína og finnur auk þess jákvæðan mun á andlegri og líkamlegri heilsu. Starfsmannahópar sem vinna sameiginlega að styttingu upplifa aukið sjálfræði og sjálfstæði með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á ánægju í starfi og starfsanda. Þó að það sé krefjandi verkefni að undirbúa vinnutímabreytingar er sannarlega til mikils að vinna fyrir starfsfólkið, vinnustaðinn og samfélagið í heild.

Breytingar á vinnufyrirkomulagi og fækkun vinnustunda krefjast undirbúnings og skipulagningar hjá bæði stjórnendum og starfsfólki og mikilvægt að vanda til verka. Finna þarf leiðir til að endurskipuleggja vinnuna, einfalda ferla, auka skilvirkni og nýta vinnutímann betur, m.a. með hjálp tækninnar og góðrar skipulagningar. 
Í vinnustofunni verður rætt um leiðir að breyttu skipulagi vinnunnar og fjallað um atriði eins og forgangsröðun, skipulagningu, markmiðasetningu, tölvupóstsamskipti, skipulag funda, truflanir o.s.frv. 

Fjallað verður m.a. um:
Hugarfar og nýsköpun í breytingum
Ábyrgð starfsmanna á að finna bestu leiðina og líta í eigin barm
Mikilvægi þess að huga að félagslega þættinum og vinnustaðamenningunni
Lærdómsferlið – breytingar taka tíma o eru ekki meitlaðar í stein

Námskeiðið verður í boði í fjarnámi í gegnum fjarfundakerfið Zoom. Þátttakendur fá sendan hlekk í fundarboði sem þeir virkja þegar námskeiðið hefst. Nauðsynlegt er að hafa góða nettengingu, myndavél (nóg að hún sé innbyggð í tölvunni) og hljóðnema. Í Zoom fjarfundakerfinu sjá þátttakendur það sem fram fer á skjánum og geta einnig séð kennara og aðra þátttakendur, tekið þátt í umræðum og spjalli.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og virk þátttaka

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Miðvikudagur 10. febrúar kl. 09:00-12:00
 • Lengd
  3 klst.
 • Umsjón
  Ingrid Kuhlman MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP)
 • Staðsetning
  Vefnám
 • Tegund
  Námskeið
 • Verð
  Án kostnaðar
 • Markhópur
  Stjórnendur og starfsmenn í vaktavinnu hjá stofnunum ríkis, Reykjavíkurborgar og sveitarfélaga
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce
  smennt(hjá)smennt.is

Dagskrá

DagsetningNámsþátturFráTilKennari
10.02.2021Stytting vinnuvikunnar - vinnustofa09:0012:00Ingrid Kuhlman