Þrautseigja í lífi og starfi - Vefnám

Örar breytingar eru hluti af nútíma vinnuumhverfi og að geta aðlagast breytingum og tileinkað sér þrautseigju er talinn vera einn af lykilfærniþáttum í atvinnulífinu. Hugtakið þrautseigja er notað til að skilgreina þá hæfni sem einstaklingur beitir þegar hann mætir mótlæti í lífinu. Þrautseigja einkennist af styrk, staðfestu og úthaldi til að takast á við áskoranir og krefjandi breytinga Fjallað verður um hvernig við túlkum og bregðumst við því sem hendir okkur og hvernig þjálfa má og efla þrautseigju með því að hafa áhrif á þessa þætti.

Námskeiðið verður í boði í fjarnámi í gegnum fjarfundakerfið Zoom sem margir þekkja í dag. Kerfið er einfalt í notkun en þátttakendur fá sendan hlekk í fundarboði sem þeir virkja þegar námskeiðið hefst. Nauðsynlegt er að hafa góða nettengingu, myndavél (nóg að hún sé innbyggð í tölvunni) og hljóðnema.  Í Zoom fjarfundakerfinu sjá þátttakendur það sem fram fer á skjánum og geta einnig séð kennara og aðra þátttakendur, tekið þátt í umræðum og spjalli.

Sigríður Hulda hjá www.shjradgjof.is fjallar stuttlega um þrautseigju / seiglu í myndbroti á facebook, en hún kennir námskeiðið Þrautseigja í lífi og starfi.

Smellið hér til að sjá myndbrot

Markmið

Að skilja hvað átt er við þegar talað er um þrautseigju og hvað hugtakið felur í sér.

Að þekkja aðferðir og leiðir til að efla þrautseigju.

Að getað beitt þeim verkfærum sem þeir fá í hendur á námskeiðinu til að efla þrautseigju.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og verkefni.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Fimmtudagur 24. september 2020 frá kl. 9:00 - 12:00
 • Lengd
  3 klst.
 • Umsjón
  Sigríður Hulda Jónsdóttir SHJ ráðgjöf
 • Staðsetning
  Vefnám
 • Tegund
  Vefnámskeið
 • Verð
  15.000 kr.
 • Markhópur
  Námskeiðið er opið öllum. Ókeypis fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar.
 • Tengiliður námskeiðs
  Sólborg Alda Pétursdóttir
  solborg(hjá)smennt.is

Gott að vita

Námskeiðið er aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu.

Dagskrá

DagsetningNámsþátturKennari
24.09.2020Þrautseigja í lífi og starfiSigríður Hulda Jónsdóttir