Samgöngustofa | Vellíðan, samvinna og fagmennska
Er gaman í vinnunni? Vinnan er stór hluti af lífi okkar og vellíðan á vinnustað skiptir máli fyrir lífsgæði okkar almennt.
Á námskeiðinu er fjallað um viðhorf, samskiptahætti, fagmennsku, styrkleika og jafnvægi. Sérstaklega er unnið með hrós og endurgjöf og fleiri leiðir til að hlúa að góðu andrúmslofti og vinnustaðamenningu.
Ánægðir starfsmenn sem hafa metnað fyrir hönd vinnustaðarins skila betri verkum og sterk liðsheild gerir lífið skemmtilegra.
Hæfniviðmið
Að bæta viðhorf til verkefna, vinnustaðarins og vinnufélaga
Að kynnast leiðum til að hlúa að góðri vinnustaðamenningu
Að styrkja liðsheildina
Fyrirkomulag
Fyrirlestur, umræður og verkefni
Helstu upplýsingar
- Tími19. desember 2025, kl. 9.30-11.30
- Lengd2 klst.
- UmsjónSigríður Hulda Jónsdóttir hjá SHJ ráðgjöf
- StaðsetningSamgöngustofa, Ármúli 2
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- Gott að vitaNámskeiðið er eingöngu fyrir starfsfólk umferðarsviðs Samgöngustofu
- Tengiliður námskeiðsIngibjörg Hanna Björnsdóttir
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 19.12.2025 | Vellíðan, samvinna og fagmennska | 09:30 | 11:30 | Sigríður Hulda Jónsdóttir |