Microsoft Teams – Vefnám - Valfrjálst upphaf til 28. maí

Farið verður ítarlega í alla helstu virkni kerfisins sem almennir notendur þurfa að þekkja.  

Efnistök er brotin niður í smærri einingar með bæði textapistlum og kennslumyndböndum þannig að námskeiðið nýtist bæði þeim sem vilja læra á Teams frá grunni og fyrir þá sem vilja nýta  umfjöllunina sem einskonar handbók um Teams. 
Nemendur hafa góðan stuðning frá kennara og efnistökum verður bætt við út frá fyrirspurnum nemenda.

Efnistök:

 1. Kynning á Microsoft – Teams
 2. Setja upp og aðlaga hóp (e. Team)
 3. Samvinna í hópum og rásum
 4. Innlegg (e. Post) og skilaboð
 5. Hlaða upp og finna skrár
 6. Deila og sía (e. Filter)
 7. Spjall og símtöl
 8. Umsjón fjarfunda: 
  • Deila skjá
  • Tímasetja / skipuleggja fjarfundi
  • Sýna glærur á fjarfundi    
 9.  Setja upp og sækja lifandi viðburði / beinar útsendingar.  (t.d. Webinar)
 10. Vinsæl forrit (e. Apps) til að nota með Teams.
 11. Teams  útgáfur fyrir borðtölvu, vefviðmót og snjalltæki.
 12. Aukaefni: Undirbúningur fjarfunda.  Brögð og brellur.  Spurningar og svör.

Hæfniviðmið

Að gera þáttakendur að öruggum notendum í Teams umhverfinu.

Fyrirkomulag

Á fyrsta degi leiðir kennari nemendur inn í rafrænt netskólakerfi þar sem námsefnið er aðgengilegt.
Kennari er nemendum innan handar með tölvupósti nemandi(hjá)nemandi.is, vefspjalli og í þjónustusíma 788 8805 frá kl. 10-20 alla virka daga.
Stuðningstími er veittur að námskeiði loknu.  Nemendur hafa aðgang að námsefninu í 2 ár eftir nám.
Nánari upplýsingar hjá kennara námskeiðsins.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Skráning er opin til 28. maí en upphafið er valfrjálst.
 • Lengd
  12 klst.
 • Umsjón
  Bjartmar Þór Hulduson, tölvukennari
 • Staðsetning
  Vefnám
 • Tegund
  Fjarnám
 • Verð
  34.500 kr.
 • Markhópur
  Námið hentar öllum sem vilja kynnast og bæta færni sína í Teams
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce
  soffia(hjá)smennt.is
 • Mat
  Verkefnaskil
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Gott að vita

Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er. Mikill sveigjanleiki.

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
28.05.2022Microsoft TeamsBjartmar Þór Hulduson