Trúnaðarmenn Sameykis - Nýliðafræðsla - Vefnám kl. 09-11:00

Á námskeiðinu kynnast nemendur uppbyggingu vinnumarkaðarins. Farið verður yfir hlutverk Sameykis og hvaða þjónustu skrifstofa Sameykis veitir og hvernig best er að finna upplýsingar um kjara- og réttindamál. Þá verður fjallað um ákvæði í lögum og reglum um trúnaðarmanninn sem er sá grunnur sem starf trúnaðarmannsins byggir á. Einnig verður farið yfir réttindi og vernd trúnaðarmanna. Fjallað er um ábyrgð og skyldur kjörinna fulltrúa og tækifærin sem felast í hlutverkinu. Einnig er fjallað um jafnréttishugtakið og mikilvægi þess að samþætta jafnréttishugsun inn í ákvarðanatöku.

Helstu efnisþættir 

  • Vinnumarkaðurinn
  • Sameyki stéttarfélag, Mínar síður Sameykis og hvar finna má upplýsingar
  • Lög og reglur um trúnaðarmenn
  • Skyldur og ábyrgð kjörinna fulltrúa
  • Jafnrétti í reynd

Markmið
Að kjörinn fulltrúi:

  • Þekki vel félagið sitt og viti hvar er hægt að finna upplýsingar um kjara- og réttindamál
  • Viti í hvaða lögum og reglum er fjallað um hlutverk hans og þekki ákvæði um vernd
  • Sé meðvitaður um ábyrgð sína og skyldur sem kjörinn fulltrúi
  • Kunni að setja upp jafnréttisgleraugun við ákvarðanatöku og stefnumótun.


Fyrirkomulag

Fyrirlestur, fyrirspurnir og samræður

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Mánudagur 27. september kl. 09-11:00
  • Lengd
    2 klst.
  • Umsjón
    Kristín Erna Arnardóttir sérfræðingur á Félagssviði Sameykis
  • Staðsetning
    Vefnám í TEAMS
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Trúnaðarmenn Sameykis
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Tengiliður námskeiðs
    Sólborg Alda Pétursdóttir
    solborg(hjá)smennt.is

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
27.09.2021Nýliðafræðsla trúnaðarmanna SameykisKristín Erna Arnardóttir