Hraðferð um stjórnsýsluréttinn - Skilvirk meðferð mála í samræmi við stjórnsýslulög
Námskeiðið er að kostnaðarlausu fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar, aðrir geta skráð sig hjá Háskóla Íslands.
Á námskeiðinu verður farið yfir mikilvægustu atriði stjórnsýslulaganna með áherslu á þau raunhæfu álitaefni sem helst reynir á með dæmum úr framkvæmd laganna. Fjallað verður um grundvallarhugtök stjórnsýslulaganna á borð við það hvað sé stjórnvaldsákvörðun og hverjir teljast aðilar máls þar sem slík ákvörðun er tekin. Einnig verður fjallað um þær reglur laganna sem ætlað er að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra og þær kröfur sem gerðar eru í lögunum til rannsóknar máls og andmælaréttar aðila.
Þá verður fjallað um rétt aðila máls til aðgangs að gögnum og hvernig ber að rökstyðja stjórnvaldsákvarðanir.
Markmiðið er að þátttakendur öðlist innsýn í grundvallarhugtök stjórnsýslulaganna á borð við það hvað sé stjórnvaldsákvörðun og hverjir teljast aðilar máls þar sem slík ákvörðun er tekin.
Hæfniviðmið
Að þátttakednur öðlist þekkingu á skilvirkri meðferð mála í samræmi við stjórnsýslulög.
Fyrirkomulag
Fjarnám í beinu streymi.Helstu upplýsingar
- Tími19. og 20. september 2023 frá kl. 9:00 - 12:00 báða dagana.
- Lengd6 klst.
- UmsjónKjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur
- StaðsetningFjarnám í beinu streymi.
- TegundStreymi
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurStarfsfólk ríkis (ráðuneyta og ríkisstofnana) og sveitarfélaga sem kemur að meðferð mála og undirbúningi ákvarðana í stjórnsýslunni.
- Gott að vitaNámskeiðið er að kostnaðarlausu fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar, aðrir geta skráð sig hjá Háskóla Íslands.
- MatMæting.
- Tengiliður námskeiðsBjörg Valsdóttir
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
19.09.2023 | Hraðferð um stjórnsýsluréttinn - Skilvirk meðferð mála í samræmi við stjórnsýslulög | 09:00 | 12:00 | Kjartan Bjarni Björgvinsson |
20.09.2023 | Hraðferð um stjórnsýsluréttinn - Skilvirk meðferð mála í samræmi við stjórnsýslulög | 09:00 | 12:00 |