Jákvæð vinnustaðamenning skiptir máli!
Góð og uppbyggjandi vinnustaðamenning er grunnur að vellíðan í starfi. Jákvæð vinnustaðamenning getur haft mikil áhrif á starfsánægju, helgun sem leiðir til betri frammistöðu fyrirtækja og stofnana. Jákvæð menning á vinnustað spilar stærstan þátt í því að halda í gott starfsfólk.
Á þessu námskeiði verður fjallað um mikilvægi uppbyggjandi vinnustaðamenningar og leitast við að skapa meðvitund um það hvernig hvert og eitt getur haft áhrif á þróun hennar.
Hæfniviðmið
Að þekkja og vera meðvituð um mikilvægi vinnustaðamenningar.
Að bæta frammistöðu fyrirtækis/stofnunar.
Að auka starfsánægju.
Að bæta stjórnun.
Fyrirkomulag
Æfingar, dæmi og umræðurHelstu upplýsingar
- Tími30. september 2024, kl. 09.00 - 12.30. Skráningu lýkur 13. september kl. 10.00
- Lengd3,5 klst.
- UmsjónGuðrún Jóhanna Guðmundsdóttir og Hildur Halldórsdóttir, sérfræðingar og ráðgjafar í mannauðsmálum
- StaðsetningEndurmenntun Háskóla Íslands, Dunhagi 7, 107 Reykjavík
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNámskeiðið er fyrir stjórnendur og öll sem vilja hafa jákvæð áhrif á vinnustaðamenninguna á sínum vinnustað
- Gott að vita
Eingöngu félagsfólk aðildarfélaga Starfsmenntar getur skráð sig hér á námskeiðið. Félagsfólk BHM með aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna sem hyggst skrá sig á þetta námskeið verður að hafa samband við Starfsmennt. Aðrir skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðið telst ekki 100% öruggt fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr ,,nýr” í ,,samþykkt.” Póstur verður sendur á þátttakendur þess efnis áður en námskeiðið hefst.
- MatMæting og þátttaka
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
30.09.2024 | Jákvæð vinnustaðamenning skiptir máli! | 09:00 | 12:30 | Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir og Hildur Halldórsdóttir |