BVV - Einkenni hágæða teyma - Vinnstofa - Vefnám

Námskeið um Betri vinnutíma í vaktavinnu (BVV) eru ætluð þeim sem koma að innleiðingunni svo sem stjórnendum, vaktasmiðum og launafulltrúum hjá ríkisstofunum, Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum. 

Í þessari vinnustofu er farið í gegnum einkenni hágæða teyma, hvernig teymisvinna þróast, hvernig teymi geta tekið betri ákvarðanir og hvernig teymi geta hámarkað vinnslu hugmynda. Markmiðið er að þátttakendur geti náð fram því besta úr teymisvinnu og samþætt stefnumarkandi verkefni og daglega starfsemi.

Námskeiðið verður í boði í fjarnámi í gegnum fjarfundakerfið Zoom. Þátttakendur fá sendan hlekk í fundarboði sem þeir virkja þegar námskeiðið hefst. Nauðsynlegt er að hafa góða nettengingu, myndavél (nóg að hún sé innbyggð í tölvunni) og hljóðnema. Í Zoom fjarfundakerfinu sjá þátttakendur það sem fram fer á skjánum og geta einnig séð kennara og aðra þátttakendur, tekið þátt í umræðum og spjalli.

Markmið

Að geta náð því besta úr teymisvinnu.

Að geta samþætt stefnumarkandi verkefni og daglega starfsemi.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Miðvikudagur 9. desember kl. 13:00 - 16:00
 • Lengd
  3 klst.
 • Umsjón
  Gestur K. Pálmason sérfræðingur hjá Samstillu
 • Tegund
  Vefnámskeið
 • Verð
  Án kostnaðar
 • Markhópur
  Stjórnendur og starfsmenn í vaktavinnu hjá stofnunum ríkis, Reykjavíkurborgar og sveitarfélaga
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce
  smennt(hjá)smennt.is
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturKennari
09.12.2020Einkenni hágæða teyma - vinnustofaGestur K. Pálmason