Gagnrýnin hugsun við ákvarðanatöku
Hvers vegna tökum við svo oft ákvarðanir sem við sjáum eftir? Hvernig tengjast skoðanir okkar ákvörðunum og athöfnum? Við hvaða aðstæður er raunhæft að við getum tekið röklegar ákvarðanir? Hvernig bætum við tækni, eins og til dæmis gervigreind, á gagnrýnin hátt?
Á þessu námskeiði verður farið yfir einstaka þætti í ákvarðanaferlinu og hvernig við getum varast að fella hleypidóma í einstökum málum. Athyglinni verður sérstaklega beint að því hvaða spurninga við eigum að spyrja okkur til að hlýða rökum og fara eftir réttum upplýsingum.
Á námskeiðinu er fjallað um
- Hvað þarf til svo ákvarðanir geti talist vel ígrundaðar
- Flókið samband þeirra þátta sem stjórna ákvörðunum okkar
- Einkenni góðra og traustra samskipta
- Algengar rök- og hugsunarvillur
- Hvað einkennir gagnrýnar manneskjur
Nánari upplýsingar um verk og störf kennarans, Dr. Henry Alexander Henrysson: HÉR.
Hæfniviðmið
Að öðlast þekkingu á helstu rökvillum
Að skilja samspili innsæis, reynslu og ígrundunar
Að þekkja algenga hleypidóma og kunna að forðast þá
Að kynnast leiðum til að gera hugsun sína agaðri og rökvissari
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræður
Helstu upplýsingar
- Tími26. mars 2026, kl. 08.30 - 12.30 Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst
- Lengd4 klst.
- UmsjónHenry Alexander Henrysson, Phd í heimspeki
- StaðsetningEndurmenntun Háskóla Íslands, Dunhagi 7, 107 Reykjavík
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurÁhugafólk um efnið en einnig stjórnendur í fyrirtækjum og stofnunum
- Gott að vita
Þau sem ekki tilheyra aðildarfélögum eða eiga ekki rétt hjá samstarfssjóðum Starfsmenntar verða afskráð en geta skráð sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðið telst ekki 100% öruggt fyrr en þátttakandi hefur fengið staðfestingarpóst frá Endurmenntun HÍ.
- MatMæting
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 26.03.2026 | Gagnrýnin hugsun við ákvarðanatöku | 08:30 | 12:30 | Henry Alexander Henrysson |