Isavia - Að stjórna jafningjum

Mörgum finnst það óþægileg staða að þurfa að stjórna jafningjum eða sérfræðingum, sérstaklega þeim sem stýra t.d. hópum en hafa ekki mannaforráð.

Fyrirmyndarhlutverkið í jafningjastjórnun er lykilatriði ásamt því að vera gegnheill og traustur. Sá sem stýrir jafningjum verður að sýna þá hegðun sem hann ætlar öðrum. Stjórnandi hópsins verður að ávinna sér virðingu hópsins því á því hvílir hans árangur.  Hjá öllum stjórnendum jafningja takast á nokkur þekkt málefni eins og það að segja öðrum fyrir verkum, að ræða frammistöðu og framgang verkefna, að taka á viðkvæmum málum og segja og gera það sem þarf að gera og segja.   Á námskeiðinu verður farið yfir þau atriði sem stjórnendur jafningja upplifa sem erfið og óþægileg. Skoðað er hvers vegna þau eru erfið og rýnt í það hvernig best er að snúa sér í þeim málum. Farið er yfir nokkrar aðferðir sem gagnast jafningja-stjórnendum og þær ræddar og síðan æfðar.

Um er að ræða krefjandi og lifandi námskeið (vinnustofu) sem hefur að markmiði að efla þá stjórnendur sem eru að stjórna jafningjum en hafa ekki mannaforráð.

Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu:

  • Mismunandi aðferðir til að stjórna jafningjum.
  • Jafningjastjórnandinn sem fyrirmynd.
  • Að taka á málum á uppbyggilegan og skýran hátt.

Kennari
Eyþór Eðvarðsson, vinnusálfræðingur

Hæfniviðmið

Meira sjálfstraust og öryggi í stjórnun jafningja

Þekkja mismunandi leiðir til að stýra fólki

Skilningur á þeim kröfum og væntingum sem gerðar eru

Þekkja helstu mistök jafningjastjórnenda

Fyrirkomulag

Fyrirlestrur, hæfnisþjálfun, virk þátttaka og umræður.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    29. og 30. apríl frá kl. 13 - 16 báða daga.
  • Lengd
    6 klst.
  • Umsjón
    Eyþór Eðvarðsson hjá Þekkingarmiðlun
  • Staðsetning
    Vefnám
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsmenn Isavia.
  • Gott að vita
    Námskeiðið er aðeins fyrir starfsmenn Isavia sem boðaðir hafa verið á námskeiðið.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting.
  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir
    bjorg(hjá)smennt.is
    550 0060

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
29.04.2021Að stjórna jafningjumEyþór Eðvarðsson
30.04.2021Að stjórna jafningjumEyþór Eðvarðsson