Hagnýtar gervigreindarlausnir - framhaldsnámskeið

Færðu gervigreindarfærni þína á hærra stig!

Þetta framhaldsnámskeið kafar dýpra í hagnýtar lausnir og sýnir þér hvernig þú getur nýtt nýjustu tækni til að ná enn meiri árangri og leysa krefjandi verkefni með gervigreind.


Á þessu framhaldsnámskeiði verður farið dýpra í innri virkni gervigreindar með hagnýtingu að leiðarljósi. Lögð er áhersla á hagnýta færni, gagnrýna hugsun og verklegar æfingar. Þátttakendur öðlast dýpri skilning á möguleikum og takmörkunum gervigreindar í gegnum raunhæf dæmi og verkefni.

Áhersla verður fyrst og fremst á ChatGPT en fyrirlestrar munu einnig snerta á öðrum lausnum. Gert er ráð fyrir að þátttakendur séu með ChatGPT áskrift og reynslu af því að nota þjónustuna.

Umfjöllunarefni:

  • Hvernig gervigreind lærir og hvernig hún notar minni og samhengi.
  •  RAG (e. retrieval augmented generation), sem gerir gervigreindinni kleift að sækja utanaðkomandi upplýsingar sjálf, t.d. úr skjalasöfnum okkar.
  • Erindreka (e. agents), virkni þeirra og notkunarmöguleika, hvernig þeir takast á við flókin verkefni og sinna djúpri rannsóknarvinnu. Rætt verður um takmarkanir þeirra í dag og framtíðarsýn.
  • Mismunandi líkön, eiginleika þeirra, styrkleika og veikleika.

Viðtal við kennarana um námskeiðið má finna hér: Gervigreind á að vera aðgengileg og bæta samfélagið.

Hæfniviðmið

Að öðlast færni til að leysa flóknari verkefni með aðstoð gervigreindar.

Að ná dýpri skilning á virkni gervigreindar og kjarnahugtökum.

Að auka skilning á getur og og takmörkun gervigreindar í dag.

Fyrirkomulag

Fyrirlestrar, verkefni, umræður.

Nauðsynlegt er að vera með fartölvu.
Þátttakendur verða að búa sér til aðgang áður en násmkeið hefst og greiða fyrir einn mánuð af ChatGPT Plus áskrift (mánaðaráskrift kostar tæplega 3500 ISK).
Leiðbeiningar til að skrá sig á ChatGPT eru HÉR.
Námskeiðið er kennt á íslensku en krefst einnig grunnkunnáttu í ensku þar sem æfingar, flest dæmi og hluti námsefnis er flutt á ensku. Þó hægt sé að nota íslensku við ChatGPT er upplifunin best á ensku.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    2. október 2025 kl. 12.30 - 16.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
  • Lengd
    3.5 klst.
  • Umsjón
    Pétur Már Sigurðsson, sérfræðingur gervigreindarlausna. Kristján Gíslason, iðnaðarverkfræðingur. Sverrir Heiðar Davíðsson, verkfræðingur.
  • Staðsetning
    Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhagi 7, 107 Reykjavík
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Fyrir einstaklinga sem hafa þegar öðlast grunnþekkingu í notkun gervigreindartóla á borð við ChatGPT og vilja nú taka næsta skref og dýpka skilning sinn og færni.
  • Gott að vita
    Þau sem ekki tilheyra aðildarfélögum eða eiga rétt hjá samstarfssjóðum Starfsmenntar verða afskráð en geta skráð sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðið telst ekki 100% öruggt fyrr en þátttakandi hefur fengið staðfestingarpóst frá Endurmenntun HÍ.
  • Mat
    Mæting, þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
02.10.2025Hagnýtar gervigreindarlausnir - framhaldsnámskeið12:3016:00Pétur Már Sigurðsson, Kristján Gíslason, Sverrir Heiðar Davíðsson