Dómstólasýslan - Hugarkort - Mind Mapping - Vefnám - Valfrjálst upphaf. Skráning frá 07.03 til 30.06

Hugarkort eru öflugt verkfæri sem hægt er að nota til að auka færni í starfi og námi.Þau gefa nýja leið til að greina og meta einföld sem flókin viðfangsefni bæði til að þróa nýjar hugmyndir, festa efni betur í minni og auka skilning á viðfangsefninu.

Með hugarkortum er hægt að skipuleggja hugsun og þekkingu á hagnýtan, skemmtilegan og árangursríkan hátt. Hugarkort eru einnig mikið notuð sem glósutækni og í dag er gerð þeirra kennd við marga háskóla til stuðnings við lærdóm og sköpun. 

Á námskeiðinu er kennd aðferðafræði hugarkorta og nýting þeirra með notkun á (ókeypis) hugbúnaði.

Námsþættir:

 • Gerð hugarkorta, hagnýt verkefni.
 • Xmind -Notendavænn hugbúnaður fyrir hugarkortagerð.

Markmið

Að efla færni í notkun hugarkorta.

Að auka þekkingu á möguleikum hugarkorta.

Fyrirkomulag

Á fyrsta degi leiðir kennari nemendur inn í rafrænt netskólakerfi þar sem námsefnið er aðgengilegt.
Kennari er nemendum innan handar með tölvupósti kennari(hjá)nemandi.is, vefspjalli og í þjónustusíma 788 8805 frá kl. 10-20 alla virka daga.
Stuðningstími er veittur að námskeiði loknu.
Nemendur hafa aðgang að námsefninu í 2 ár eftir nám.
Nánari upplýsingar hjá kennara námskeiðsins.

Helstu upplýsingar

 • Lengd
  12 klst.
 • Umsjón
  Bjartmar Þór Hulduson, tölvukennari
 • Staðsetning
  Vefnám
 • Tegund
  Fjarnám
 • Verð
  Án kostnaðar
 • Markhópur
  Starfsmenn dómstólanna
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce
  smennt(hjá)smennt.is
  5500060
 • Mat
  Verkefnaskil
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Gott að vita

Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er. Mikill sveigjanleiki. Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það.

Námskeiðið er aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu en Dómstólasýslan greiði fyrir aðra. 

Dagskrá

DagsetningNámsþátturKennari
30.06.2022HugarkortBjartmar Þór Hulduson