Fjarvinna og fjarnám – Vertu enn betri í að nýta þér möguleikana. Kl. 09-12

Á námskeiðunu verður fjallað um hvað ber að hafa í huga þegar fjarvinna, fjarfundir og fjarnám eru skipulögð m.a. hvaða tæki,  hugbúnaður og samskiptatól eru notuð.

Áhersla er lögð á skipulag fjarvinnu og fjarnáms með það að markmiði að þátttakandi geti nýtt aðferðir og tæki sem best.

Einnig verður farið yfir umgengnisreglur og fundamenningu.

Námskeiðið er án kostnaðar fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar.


Námskeiðið byggir á námskránni 
Tæknilæsi og tölvufærni – Vinnuumhverfi samtímans og er í boði Starfsmenntar og Framvegis.

Hæfniviðmið námsþáttar

Þátttakandi öðlast þekkingu og skilning á:

 • Tækjum sem nýtast í fjarvinnu
 • Hugbúnaði sem hentar fyrirliggjandi verkefnum eða aðstæðum í fjarvinnu
 • Mikilvægi skipulagningar fjarvinnu, bæði þegar kemur að tækni og umhverfi
 • Viðeigandi samskiptum í fjarvinnu
 • Möguleikum og takmörkunum samskipta í gegnum fjarfundarbúnað

Þátttakandi verður leikinn í að:

 • Velja tæki sem henta best hverju verkefni eða aðstæðum í fjarvinnu
 • Velja hugbúnað sem hentar hverju verkefni eða aðstæðum í fjarvinnu
 • Skipuleggja eigin fjarvinnu
 • Skipuleggja og stjórna fjarvinnu í samstarfi við aðra
 • Eiga góð samskipti í gegnum fjarfundarbúnað og fara eftir viðurkenndum samskiptareglum

Þátttakandi nýtir sér námskeiðið til að:

 • Nota tæki og hugbúnað sem eiga við hverju sinni og hæfa verkefnum og aðstæðum í fjarvinnu
 • Taka þátt í fjarvinnu á skipulegan og skilvirkan hátt, bæði sem þátttakandi og stjórnandi
 • Virða samskiptareglur í fjarvinnu og hafa góða fundamenningu að leiðarljósi

Fyrirkomulag

Námið er bæði bóklegt og verklegt.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Þriðjudagur 23. og fimmtudagur 25. nóvember kl. 09:00 - 12:00
 • Lengd
  6 klst.
 • Umsjón
  Hermann Jónsson fræðslustjóri hjá Tækninám.is
 • Staðsetning
  Í húsnæði Starfsmenntar Skipholti 50b, þriðju hæð
 • Tegund
  Staðnám
 • Verð
  33.000 kr.
 • Markhópur
  Fyrir alla sem vilja auka þekkingu sína á fjarvinnu og fjarnámi
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía Santacroce
  soffia(hjá)smennt.is
  550 0060
 • Mat
  Mæting og virkni á námskeiðinu
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Gott að vita

Aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
23.11.2021Fjarvinna og fjarnám09:0012:00Hermann Jónsson
25.11.2021Fjarvinna og fjarnám09:0012:00Sami kennari