Forystufræðsla - Jöfn meðferð á vinnumarkaði - Lög nr 86/2018. 6. maí kl. 9:00-12:00

ATH SKRÁNING FER FRAM HJÁ FÉLAGSMÁLASKÓLA ALÞÝÐU

Námskeiðið verður haldið í fjarfundi nema aðstæður bjóði upp á staðbundið námskeið í húsnæði ASÍ í Guðrúnartúni.

Undanfarin ár hafa átt sér stað talsverð straumhvörf í vinnumarkaðstengdum jafnréttismálum. Árið 2018 voru loks samþykkt heildarlög um jafna meðferð á vinnumarkaði en lögin eru mikilvæg til að stuðla að virkri þátttöku sem flestra á vinnumarkaði en atvinnuþátttaka er talin ein þýðingarmesta leiðin til að koma í veg fyrir félagslega einangrun og fátækt. 

Meginreglan skv. lögum þessum er að hvers kyns mismunun á grundvelli kynþáttar, þjóðernisuppruna, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna og kyntjáningar er óheimil. 

Lög þessi eru innleiðing á tilskipun ESB 2000/78 og í samræmi við skuldbindingar Íslands skv. EES samningnum skal líta til dóma Evrópudómstólsins við túlkun á reglum sambandsins sem innleiddar eru í landsrétt. Óhætt er að segja að mikið hafi gerst á þeim vettvangi undanfarna tvo áratugi í að uppfylla almenn ákvæði tilskipunarinnar. 

Verð kr.12.000. Stéttarfélögin greiða námskeiðsgjöldin fyrir félagsmenn sína.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og verkefni.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Fimmtudagur 6. maí kl. 9:00-12:00
 • Lengd
  3 klst.
 • Umsjón
  Halldór Oddson lögfræðingur ASÍ
 • Staðsetning
  Námskeiðið verður haldið í fjarfundi nema aðstæður bjóði upp á staðbundið námskeið í húsnæði ASÍ í Guðrúnartúni.
 • Tegund
  Vefnámskeið
 • Verð
  Án kostnaðar
 • Markhópur
  Námskeiðið er ætlað formönnum, stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.
 • Tengiliður námskeiðs
  Sólborg Alda Pétursdóttir
  solborg(hjá)smennt.is
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Gott að vita

Námskeiðið er ætlað formönnum, stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.

Dagskrá

DagsetningNámsþátturKennari
06.05.2021Persónuvernd launafólksHalldór Oddson