Þema I | Opinber vinnumarkaður og regluverkið um opinbera starfsmenn og samningamál

Gefið er yfirlit yfir íslenska vinnumarkaðinn og hvað greinir opinbera markaðinn frá þeim almenna, m.a. flóknara regluverk. Greint er frá helstu hagsmunaaðilum sem takast á og semja um kaup og kjör.

Fjallað er um ríki og sveitarfélög sem vinnuveitanda m.a. út frá hugmyndafræði, stærð, samsetningu vinnuafls, hlutverkum og helstu réttarheimildum.

Einnig er tekin fyrir verkaskipting ríkisins annars vegar og sveitarfélaga hins vegar.

Fjallað er um samningsrétt og gerð kjarasamninga og hvernig leitast er við að einfalda reglusetningu um réttindi og skyldur.

Þá er dregin upp mynd af regluverkinu sem gildir um ríkisstarfsmenn og starfsmenn sveitarfélaga í samanburði við það sem gildir á almennum markaði.

Farið er sérstaklega yfir lög og reglur sem gilda um starfsmenn ríkis og sveitarfélaga en ekki um starfsmenn á almennum markaði, þ.e. stjórnsýslulög, upplýsingalög og sérákvæði almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn.

Þá er fjallað stuttlega um lög og reglur sem takmarkast annars vegar við ríkisstarfsmenn og hins vegar við starfsmenn sveitarfélaga.

Hæfniviðmið

Að þekkja uppbyggingu íslensks vinnumarkaðar og sérstöðu opinbera vinnumarkaðarins.

Að þekkja hlutverk og samspil helstu hagsmunaaðila.

Að öðlast almenna þekkingu á regluverkinu sem gildir um ríkisstarfsmenn og starfsmenn sveitarfélaga og sérákvæði um refsiábyrgð opinberra starfsmanna.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Mánudagur 3. október 2022 kl. 9:00 - 12:00
 • Lengd
  3 klst.
 • Umsjón
  Sara Lind Guðbergsdóttir
 • Staðsetning
  Vefnám á rauntíma, kennt á Teams
 • Tegund
  Fjarnám
 • Verð
  16.500 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
 • Markhópur
  Launafulltrúar og þeir sem koma að starfsmanna- og kjaramálum.
 • Gott að vita
  Markmiðið með náminu er að svara brýnni þörf fyrir fræðslu um launamál og launaafgreiðslu og tengja það við kjarasamninga og regluverk í starfsmannamálum og á þann hátt að efla sérfræðiþekkingu starfsfólks.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
 • Mat
  90% mæting.
 • Tengiliður námskeiðs
  Björg Valsdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
03.10.2022Opinber vinnumarkaður og regluverkið um opinbera starfsmenn og samningamálSara Lind Guðbergsdóttir