Trúnaðarmenn Sameykis -Samþætting starfs og einkalífs - Vefnám

Rannsóknir hafa sýnt að næst mesti streituvaldurinn í vinnunni er að reyna að samræma atvinnu og einkalíf. Við lifum erilsömu lífi og erum í mörgum hlutverkum; við erum m.a. starfsmenn, foreldrar, makar, vinir og vinkonur, börn foreldra okkar og samfélagsverur. Það er oft og tíðum mikil áskorun að reyna að halda jafnvæginu milli starfsframa, fjölskyldunnar, áhugamála, félags- og tómstundastarfs, símenntunar og annarra mikilvægra þátta lífsins. Þegar vinna og einkalífið stangast þannig á getur myndast ójafnvægi og togstreita af ýmsum toga.

Leitin að jafnvæginu milli vinnu og einkalífs er í sjálfu sér ekki nýtt vandamál en breytingar undanfarna áratugi hafa leitt til þess að vandamálið er mun umfangsmeira í dag en áður. Meðal helstu breytinga eru aukin atvinnuþátttaka kvenna, breytt fjölskyldumynstur, tæknimöguleikar og aukin krafa um þátttöku karla í umönnun og uppeldi barna og heimilisstörfum.

Á námskeiðinu verður farið í að draga fram þau gildi sem þátttakendum finnast skipta miklu máli bæði í starfi og einkalífi. Hvernig er hægt að samræma þær kröfur sem vinnan, fjölskyldan og samfélagið gera? Hvaða lausnir getur vinnustaðurinn gripið til og hvað getur einstaklingurinn sjálfur gert?

Það sem er tekið fyrir á námskeiðinu:
Breytt viðhorf til vinnu
Mörkin milli vinnu og einkalífs
Mismunandi hlutverk, ábyrgð og kröfur
Hvað vil ég?
Ávinningur:
Aukin innsýn í eigin þarfir
Meira jafnvægi milli starfs og einkalífs
Minni streita
Meiri árangur og ánægja í lífi og starfi

Námskeiðið verður í boði í fjarnámi í gegnum fjarfundakerfið Zoom. Kerfið er einfalt í notkun en þátttakendur fá sendan hlekk í fundarboði sem þeir virkja þegar námskeiðið hefst. Nauðsynlegt er að hafa góða nettengingu, myndavél (nóg að hún sé innbyggð í tölvunni) og hljóðnema.  Í Zoom fjarfundakerfinu sjá þátttakendur það sem fram fer á skjánum og geta einnig séð kennara og aðra þátttakendur, tekið þátt í umræðum og spjalli.

Markmið

Að auka innsýn í eigin þarfir

Að ná meira jafnvægi milli vinnu og einkalífs

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður, verkefni og markmiðasetning.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Miðvikudagur 10. mars kl. 9:00-11:00
 • Lengd
  2 klst.
 • Umsjón
  Ingrid Kuhlman MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP)
 • Staðsetning
  Vefnám
 • Tegund
  Vefnámskeið
 • Verð
  Án kostnaðar
 • Markhópur
  Trúnaðarmenn Sameykis
 • Tengiliður námskeiðs
  Sólborg Alda Pétursdóttir
  solborg(hjá)smennt.is
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturKennari
10.03.2021Samþætting starfs og einkalífsIngrid Kuhlman