Tæknifærni og tæknilæsi

Á þessu námskeiði skoðum við hvernig við notum vélbúnað sem hæfir því verkefni sem tölvunni er ætlað að leysa.

Hvaða máli skiptir örgjörvi? Skjákort? Innra minni? Hafa kröfur á hraðvirkar og öflugar tölvur minnkað/breyst með tilkomu skýjalausna?

Við leitumst við að svara þessum spurningum og fleiri álíka á þessu námskeiði.

Hæfniviðmið

Að geta notað réttan vélbúnað og hugbúnað eftir þörfum

Að geta valið vistunarstað gagna út frá möguleikum um aðgengi

Að geta lesið villumeldingar og metið næstu skref

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og verkefni

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Miðvikudagur 7. september kl. 09:00 - 11:00
  • Lengd
    2 klst.
  • Umsjón
    Hermann Jónsson fræðslustjóri hjá Tækninám.is
  • Staðsetning
    Vefnám á rauntíma, kennt á Teams
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    11.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Gott að vita
    Námskeiðið er ætlað venjulegum tölvunotendum, ekki er ætlast til þess að nemendur hafi djúpa þekkingu á tölvum. Námskeiðið er án kostnaðar fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
07.09.2022Tæknifærni og tæknilæsi09:0011:00Hermann Jónsson