Meðferð skjala og skjalavistun
Fjallað er um málakerfi og ýmsar tegundir skjala svo sem erindi á pappír og með tölvupósti, samninga og samkomulög, ljósmyndir, teikningar, bókhaldsgögn, eyðublöð og kynningarefni. Þá eru tekin fyrir tengsl skjalastjórnunar við stjórnun og miðlun þekkingar og gæða. Rætt verður um íslensk lög og reglugerðir sem varða málaflokkinn og greint frá alþjóðlegum staðli um skjalastjórn, ÍSÓ 15489.
Hæfniviðmið
Að skilja mikilvægi agaðrar skjalavistunar og rekstri málakerfa hjá opinberum stofnunum.
Að skilja tengsl góðrar skjalavistunar við virkt upplýsingaflæði innan stofnunar og tengsl skjalastjórnunar við gæðastjórnun almennt og ákvæði um aðgang að upplýsingum sem vistaðar eru hjá hinu opinbera.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræður.Helstu upplýsingar
- Tími9. nóvember 2023, kl. 9.00-12.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
- Lengd3 klst.
- UmsjónÁrni Jóhannsson, skjalavörður hjá Þjóðskjalasafni Íslands
- StaðsetningVefnám
- TegundVefnám
- Verð18.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurÞau sem koma að skjalamálum.
- Gott að vita
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
- MatMæting
- Tengiliður námskeiðsBjörg Valsdóttir
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 09.11.2023 | Meðferð skjala og skjalavistun | 09:00 | 12:00 | Árni Jóhannsson |