Menningarnæmi - veffyrirlestur kl. 10:00-11:00

Í samskiptum fólks geta komið upp aðstæður þar sem aðilar skilja ósáttir vegna misskilnings sem rekja má til skorts á menningarnæmi. Menningarnæmi eða „cultural sensitiviy“ gerir okkur kleift að vinna og búa saman í  samfélagi margbreytileikans í sátt og samlyndi. Menningarnæmi er einn þáttur í því að vera menningarlega hæfur eða „culturally competent“.

Hver og einn getur lagt sitt af mörkum til að aðstoða fólk með fjölbreyttan bakgrunn til að samlagast íslensku samfélagi. Við höfum öll hlutverki að gegna sem íslenskukennarar, upplýsingafulltrúar og samfélagsleiðbeinendur þegar kemur samlögun að samfélaginu.

Í fyrirlestrinum fjallar Nichole Leigh Mosty forstöðumaður Fjölmenningarseturs um ýmis hugtök og aðferðir tengdar menningarnæmi. 
Nichole segir okkur einnig frá hlutverki Fjölmenningarseturs og hvaða þjónustu það býður upp á fyrir einstaklinga og stofnanir. 

Um fyrirlesarann:
Nichole er frá Bandaríkjunum og flutti til Íslands 1999. Hún þekkir það á eigin skinni að vera kvenkyns innflytjandi á Íslandi og fléttar eigin reynslu inn í fyrirlesturinn. 
Eftir komu til Íslands starfaði Nichole við ræstingar og á leikskóla en hóf síðan nám í leikskólakennarafræðum við KHÍ sem hún lauk með B.Ed.-prófi árið 2007. Árið 2013 hlaut hún M.Ed. gráðu í náms- og kennslufræði frá HÍ. Nichole var leikskólastjóri á leikskólanum Ösp í Fellahverfinu í Breiðholti, Reykjavík, 2011-2016, verkefnisstjóri í samfélagsþróun hjá Þjónustumiðstöð Breiðholts frá 2018-2021 eða þar til hún tók við sem forstöðumaður Fjölmenningarseturs fyrr á árinu. 
Nichole sat á alþingi frá 2016-2017, fyrst kvenna af erlendum uppruna sem kjörin var á þing.

Erindið er hluti af fyrirlestraröð í tilefni af 20 ára afmæli Starfsmenntar.

Fyrirkomulag

Veffyrirlestur í gegnum Zoom

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Miðvikudagur 3. nóvember kl. 10:00-11:00
  • Lengd
    1 klst.
  • Umsjón
    Nichole Leigh Mosty forstöðumaður Fjölmenningarseturs
  • Tegund
    Viðtal
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Gott að vita
    Fyrirlesturinn ókeypis og opinn öllum óháð stéttarfélagsaðild
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Tengiliður námskeiðs
    Sólborg Alda Pétursdóttir
    solborg(hjá)smennt.is

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
03.11.2021Menningarnæmi10:0011:00Nichole Leigh Mosty