Samskipti og samræður
Námskeið á vegum Akademías fyrir öll sem þurfa að taka þátt í hópvinnu og vilja auka samskiptahæfni sína til að bæta samskipti og ná auknum árangri.
Samskipti og samræður skipta gríðarmiklu máli þegar fólk er að vinna saman, hvort sem er í hópum eða deildum og sviðum. Íslendingar eru ekki þekktir fyrir góðar umræður og þurfa þess vegna, umfram aðra, að vera vakandi fyrir hvað gerir samskipti góð og samræður markvirkar.
Um hvað er námskeiðið?
Námskeiðið fjallar um virka hlustun, að vera til staðar, tilefni, atgervi, aðstæður, innrömmun, spurningar, samtalstækni, sannfæringu og endurgjöf. Farið er yfir þessa þætti með það að leiðarljósi að efla hæfni fólks til þess að eiga góðar samræður og efla samvinnu.
Fyrirkomulag
Þú færð sendan póst tveimur virkum dögum eftir skráningu með kóða sem veitir aðgang að námskeiðinu. Þú hefur aðgang að efninu í 12 mánuði og getur horft á efnið og lært eins oft og þú kýst á meðan. Námið skiptist í 11 hluta og er um klukkustund að lengd
Helstu upplýsingar
- TímiSkráning er opin til 15. desember en upphafið er valfrjálst.
- Lengd1 klst.
- UmsjónDr. Eyþór Ívar Jónsson, sérfræðingur á sviði stjórnunar og viðskiptafræða
- StaðsetningVefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
- TegundFjarnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurFyrir öll sem þurfa að taka þátt í hópvinnu og vilja auka samskiptahæfni sína til að bæta samskipti og ná auknum árangri.
- Gott að vitaEingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið. Aðrir verða að skrá sig hjá Akademias og greiða fullt gjald.
- MatÞátttaka
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Kennari |
---|---|---|
15.12.2022 | Samskipti og samræður | Dr. Eyþór Ívar Jónsson |