Inngildandi vinnustaðamenning - Hvernig tökum við öll þátt?
Í þessu fræðsluerindi verður fjallað um inngildingu á vinnustað og hvernig hægt er að skapa vinnuumhverfi þar sem fjölbreytileiki er virtur og öll upplifa að þau tilheyri, jafnræði og raunverulega þátttöku. Fjallað er um hvað inngildandi vinnustaður er, hvernig formlegar og óformlegar hindranir geta haft áhrif á starfsfólk og hvaða þættir stuðla að opnu, öruggu og styðjandi starfsumhverfi fyrir öll.
Í erindinu er lögð áhersla á ábyrgð og hlutverk vinnustaða, stjórnenda og starfsfólks í að efla inngildingu í daglegum samskiptum, skipulagi og menningu. Kynntar eru hagnýtar leiðir til að greina jaðarsetningu, fordóma og útilokandi verklag, ásamt einföldum aðferðum til að stuðla að aukinni þátttöku, virðingu og samvinnu.
Jafnframt er stuttlega fjallað um verkefnið Unndís, sem miðar að því að efla þátttöku og bæta stöðu fólks með skerta starfsgetu á vinnumarkaði með markvissum stuðningi og samstarfi og hvernig slík verkefni geta verið hluti af heildrænni nálgun vinnustaða að inngildingu og félagslegri ábyrgð.
Markmið fræðsluerindisins er að þátttakendur öðlist betri skilning á inngildingu á vinnustað, sjái tækifæri til umbóta í eigin starfsumhverfi og finni leiðir til að taka virkan þátt í að byggja upp vinnustað þar sem öll tilheyra.
Hæfniviðmið
Að skilja helstu hugtök og meginþætti inngildingar á vinnustað og hvernig þeir tengjast daglegu starfi og vinnustaðamenningu
Að geta greint hindranir fyrir inngildingu svo sem jaðarsetningu eða útilokandi verklag,og séð tækifæri til umbóta
Að þekkja hagnýtar leiðir til að taka virkan þátt í að byggja upp vinnustað þar sem öll tilheyra
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og upptaka sem er sett undir Kennslugögn á Mínar síður að námskeiði loknu og er aðgengileg fyrir skráða þátttakendur í vikuHelstu upplýsingar
- Tími18. febrúar 2026, kl. 13.00 - 14.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst
- Lengd1 klst.
- UmsjónAnna Monika Arnórsdóttir, ráðgjafar og vinnumiðlunarsvið VMST
- StaðsetningVefnám í rauntíma, kennt á Teams
- TegundStreymi
- Verð7.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurÖll sem vilja öðlast betri skilning á inngildingu á vinnustað
- MatMæting
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 18.02.2026 | Inngildandi vinnustaðamenning - Hvernig tökum við öll þátt? | 13:00 | 14:00 | Anna Monika Arnórsdóttir |