Microsoft Teams

Á þessu námskeiði er farið ítarlega yfir alla helstu virkni Microsoft Teams sem almennir notendur þurfa að þekkja. Þú getur hafið námið þegar þér hentar með því að hafa samband við kennarann og beðið um að hann opni á aðganginn um leið og skráning hefur verið samþykkt.

Þú lærir að setja upp og aðlaga hópa, hvernig er hægt a haga samvinnu þar og á rásum. Þú fræðist um innlegg og skilaboð, hvernig á að hlaða upp og finna skrár, deila þeim og sía. Þú kynnist spjallinu og símtölum ásamt því hvernig á að stýra fjarfundum – deila skjá, tímasetja og skipuleggja fjarfundi og sýna glærur. Hvernig á a setja upp og sækja viðburði í beinni útsendingu (s.s. Webinar) og hvernig þú getur virkjað vinsæl forrit og tengt þau við Teams. Þú lærir á mismunandi Teams útgáfur fyrir borðtölvur, vefviðmót og snjalltæki ásamt ýmsum brögðum og brellum.

Hæfniviðmið

Að gera þáttakendur að öruggum notendum í Teams umhverfinu.

Fyrirkomulag

Kennarinn veitir þér aðgang a rafrænu netskólakerfi. Þar skoðar nú námsefnið og leysir verkefni rafrænt. Námskeiði stendur yfir í 3 vikur en stuðningur er veittur að því loknu. Þú hefur aðgang að námsefninu allt skólaárið.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Skráning er opin til 1. september en upphafið er valfrjálst.
  • Lengd
    12 klst.
  • Umsjón
    Bjartmar Þór Hulduson, tölvukennari
  • Staðsetning
    Vefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    34.500 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námið hentar öllum sem vilja kynnast og bæta færni sína í Teams
  • Gott að vita
    Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er. Mikill sveigjanleiki.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Verkefnaskil
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
01.09.2022Microsoft TeamsBjartmar Þór Hulduson