Viðurkenndur bókari - NTV - loka hluti

Náminu er ætlað að veita þátttakendum aukna þekkingu á sviði bókhalds þar sem áhersla er lögð á að tengja námsefni þeim lögum og reglum sem snúa að reikningsskilum.

Námið er byggt upp á kennslu og verklegum æfingum og rétt er að gera ráð fyrir mikilli heimavinnu. Kennsluefnið er viðamikið og mikilvægt er að nemendur noti talsverðan tíma yfir sumarmánuðina í lestur og sjálfsnám til að undirbúa sig fyrir prófin um haustið sem haldin verða á vegum Atvinnuvegaráðuneytisins. Prófgjöld eru ekki innifalin í námskeiðsverði okkar.

Eingöngu er boðið upp á þetta nám á haustönn. Áætlað er að námið hefjist um miðjan ágúst og ljúki í desember. Skipulag námsins verður með þeim hætti að kennt er í helgarlotum, seinnipart föstudags og laugardaga.

Athygli er vakin á því að ætlast er til að nemendur séu með eigin fartölvur í þessum hluta námsins. Vandað sérhannað fjarnám er í boði í þessu námi.

 Athugið að Starfsmennt greiðir einu sinni fyrir hvern félagsmann á hvert námskeið. 

Nái félagsmaður ekki að ljúka námskeiði sem Starfsmennt hefur greitt fyrir hann og hyggst endurtaka það er bent á starfsmenntasjóði stéttarfélaga.

Hæfniviðmið

Að nemendur öðlist þá þekkingu og hæfni sem þarf til að verða vel undirbúnir fyrir próf til Viðurkennds bókara á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Fyrirkomulag

Kennsla fer fram bæði í formi fyrirlestra og verklegra æfinga og námið í boði í staðnámi eða fjarkennslu í beinni . Gert er ráð fyrir að nemendur hafi með sér fartölvur.

Í hverjum tíma er fyrirlestur sem tekinn er upp og hafa nemendur aðgang að honum. Mikið er um verklegar æfingar með kennara. Mikið kennsluefni er til staðar og nær tíminn í skólanum ekki til yfirferðar á öllum verkefnum og því er mikilvægt að nemendur vinni einnig sjálfstætt að verkefnalausnum.


Þeir sem skrá sig hjá Starfsmennt þurfa einnig að skrá sig hjá ntv en þar er hægt að fá nánari upplýsingar um námið.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    24. ágúst 2023 - 9. desember 2023.
  • Lengd
    123 klst.
  • Staðsetning
    NTV (Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn) Hlíðasmára 9, 201 Kópavogi.
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námið er ætlað starfsfólki bókhalds-, fjármála- og hagdeilda stofnana og sjálfstætt starfandi bókurum. Eingöngu fyrir félagsmenn.
  • Gott að vita

    Námið er aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu.

    Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið.

    Sækja þarf um námið bæði hjá Starfsmennt og hjá NTV. Nemendur greiða sjálfir prófgjöldin.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Að loknum hverjum hluta námsins þreyta nemendur próf á vegum ráðuneytisins til að öðlast réttindi sem viðurkenndur bókari (þrjú próf).
  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
24.08.2023Reikningshald Upplýsingatækni SkattskilÝmsir sérfræðingar koma að kennslunni.
05.01.2023Viðurkenndur bókari