Þema VI | Stærðfræði launafulltrúans

Á námskeiðinu verður farið yfir ýmis konar útreikninga sem tengjast launavinnslu og falla undir ábyrgðarsvið launafulltrúa.

Launafulltrúi hefur umsjón með allri launavinnslu og er ábyrgur fyrir því að laun séu rétt reiknuð skv. kjarasamningum og ráðningarsamningum starfsmanna og greidd á réttum tíma. Hann er einnig ábyrgur fyrir afgreiðslu skilagreina og greiðslna skv. skilagreinum til lífeyrissjóða, stéttarfélaga, skattayfirvalda o.fl. Þá svarar launafulltrúi einnig fyrirspurnum um útreikninga á launum.

Hæfniviðmið

Að geta tekist á við ýmis atriði sem huga þarf að við launavinnslu.

Að kunna skil á helstu kjarasamningstengdu þáttum sem tengjast launavinnslu og launaafgreiðslu.

Að geta annast afstemmingu, uppgjör launa, útborgun launa, staðið skil á launatengdum greiðslum í samræmi við skilagreinar.

Að skilja allar forsendur launaútreikninga og geti útskýrt launaseðla og launamiða fyrir starfsmönnum og stjórnendum.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og dæmi.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Miðvikudagur 8. mars 2023 kl. 9:00 - 11:00.
  • Lengd
    2 klst.
  • Umsjón
    Guðrún Jónína Haraldsdóttir
  • Staðsetning
    Vefnám á rauntíma, kennt á Teams
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    11.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Launafulltrúar og þeir sem koma að starfsmanna- og kjaramálum.
  • Gott að vita
    Námskeiðið er hluti af námslínunni „Launaskólinn“ en er opið öllum óháð þátttöku í námslínunni.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    90% mæting.
  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
08.03.2023Stærðfræði launafulltrúans Guðrún Jónína Haraldsdóttir