Grunnnám í bókhaldi - EHÍ - Vefnám

ATH námið er bæði í boði í staðnámi og fjarnámi. Ef þið viljið vera í fjarnámi þá veljið þið þann kost þegar þið skráið ykkur í námið.

Í þessu námi verður kennslustofunni breytt í ímyndaða bókhaldsstofu þar sem nemendur fá þjálfun í færslu bókhalds. Námsgögn og aðgangur að bókhaldsforriti eru innifalin í námsgjaldinu. Nemendur mæta með sína eigin fartölvu en fá aðgang að neti. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi lágmarksþekkingu á Excel.

Nemendur fá þjálfun í færslu fjárhagsbókhalds, sem byggir á verklegum æfingum með raungögnum í raunumhverfi og á rauntíma. Tilvalið nám fyrir þá sem dreymir um að þreyta próf til viðurkenningar bókara en hafa ekki reynslu í færslu bókhalds. Nú gefst þeim sem ekki hafa reynslu í bókhaldsstörfum tækifæri til að stíga skrefið og fá þá þjálfun og færni sem þarf til að starfa við færslu bókhalds.

Kennt er á bókhaldsforritið Reglu þar sem nemendur læra að færa fjárhagsbókhald sem byggir á verklegum æfingum með raungögnum í raunumhverfi á rauntíma. Einnig fjallað um helstu lög og reglugerðir varðandi færslu bókhalds, svo sem lög um bókhald, lög um tekjuskatt og lög um virðisaukaskatt. Jafnframt fjallað um helstu reglur varðandi skil á opinberum gjöldum.

Námið hefst mán. 8. febrúar 2021.

Sjá stundatöflu hér og kennsluskrá hér.

Frekari upplýsingar gefur Hulda Mjöll Hauksdóttir, verkefnastjóri námsins hjá EHÍ, netfang: hulda@hi.is, sími: 525-4929. Hulda er með viðtalstíma alla virka daga frá kl. 9:30 - 11:30.

Fyrirkomulag umsóknar:
Áhugasamir skrá sig hjá Starfsmennt sem sendir umsókn um námið til EHÍ. Hulda verkefnastjóri hjá EHÍ tekur við umsókninni og setur sig í samband við umsækjanda.

Athugið að Starfsmennt greiðir einu sinni fyrir hvern félagsmann á hvert námskeið. 

Nái félagsmaður ekki að ljúka námskeiði sem Starfsmennt hefur greitt fyrir hann og hyggst endurtaka það er bent á starfsmenntasjóði stéttarfélaga.

Markmið

Að geta fært fjárhagsbókhald

Að geta stofnað viðskiptavini

Að geta stofnað vörunúmer

Að geta gert sölureikning

Að geta gert vsk uppgjör

Að geta fært laun

Að geta gert leiðréttingar í fjárhag

Að geta gert afstemmingar

Að geta prentað út stöðu fjárhags, skuldunauta og lánardrottna

Að geta skoðað rekstararreikning og efnahagsreikning

Að þekkja helstu lög og reglugerðir varðandi bókhald

Að geta þekkt helstu reglur um skil á opinberum gjöldum

Fyrirkomulag

Fyrirlestrar og verklegar æfingar.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Námið hefst mán. 8. feb. 2021. Kennt er alla jafna mán., mið. og fim. í fimm vikur. Einnig kennt fös. 5. mars. Kennt er alla daga frá kl. 9:00 - 12:00.
 • Lengd
  45 klst.
 • Umsjón
  Inga Jóna Óskarsdóttir viðurkenndur bókari og Vala Valtýsdóttir lögfræðingur.
 • Staðsetning
  Endurmenntun Háskóla Íslands að Dunhaga 7, 107 Reykjavík.
 • Tegund
  Námskeið
 • Verð
  Án kostnaðar
 • Markhópur
  Aðildarfélagar Starfsmenntar sem vilja læra að færa bókhald og fá þjálfun í raunverulegu bókhaldsumhverfi með aðgengi að raunverulegum bókhaldsgögnum.
 • Tengiliður námskeiðs
  Sólborg Alda Petursdóttir
  solborg(hjá)smennt.is
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Gott að vita

Tilvalið nám fyrir þá sem dreymir um að þreyta próf til viðurkenningar bókara en hafa ekki reynslu í færslu bókhalds.

Dagskrá

DagsetningNámsþátturFráTilKennari
08.02.2021Grunnnám í bókhaldi09:0012:00Inga Jóna Óskarsdóttir og Vala Valtýsdóttir