Mannauðsmál hjá hinu opinbera – aðferðir mannauðsstjórnunar

Fjallað er um helstu þætti í aðferðafræði mannauðsstjórnunar, birtingarmynd starfsmannastefnu hins opinbera í kjarasamningum og lögum en einnig hvernig aðferðafræðin nýtist stjórnendum opinberra stofnana til að skapa gott andrúmsloft og heilsusamlegt starfsumhverfi. Mikilvægi reglubundinna starfsmanna- og starfsþróunarsamtala er rædd og leiðbeint um framkvæmd þeirra.

Þá er fjallað um greiningar á fræðsluþörfum starfsfólks og starfsmannahópa og gerð starfsþróunar- og fræðsluáætlana.

Hæfniviðmið

Að öðlast skilning á hvað felst í aðferðafræði heildstæðrar mannauðsstjórnunar og hvernig hún er nýtt sem stjórntæki hjá hinu opinbera.

Að skilja mikilvægi virkrar mannauðsstefnu og ýmissa undirþátta hennar.

Að átta sig á hvernig störf eru samsett úr mismunandi hæfniþáttum og skilji tilgang og markmið virkrar notkunar starfslýsinga, reglubundinna starfsmannasamtala og hvernig stuðla megi að árangursríkri starfsþróun starfsfólks.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður

Helstu upplýsingar

 • Tími
  8. og 10. janúar 2024, kl. 9-12 báða dagana. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
 • Lengd
  6 klst.
 • Umsjón
  Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir, sérfræðingur í mannauðsstjórnun hjá Auki.
 • Staðsetning
  Námskeiðið fer fram á Microsoft Teams.
 • Tegund
  Vefnám
 • Verð
  36.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
 • Markhópur
  Þau sem koma að starfsmanna- og kjaramálum.
 • Gott að vita
   
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
 • Mat
  Mæting
 • Tengiliður námskeiðs
  Björg Valsdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
08.01.2024Mannauðsmál hjá hinu opinbera – aðferðir mannauðsstjórnunar 09:0012:00Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir
10.01.2024Mannauðsmál hjá hinu opinbera – aðferðir mannauðsstjórnunar09:0012:00Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir