Grunnnám í bókhaldi og Excel - NTV

Þetta nám er fyrir þá sem vilja starfa við bókhald eða fá góðan grunn til frekara náms tengdu bókhaldi. Eftir námskeiðið eiga nemendur að vera færir um að sinna léttum bókhaldsstörfum sem samanstanda af dagbókarfærslum, bankaafstemmningum og virðisaukauppgjöri. Námið byggir á kennslu og verklegum æfingum. 

Allir námsþættir eru kenndir frá grunni og lýkur þeim með prófi.

NTV skólinn býður upp á vandað fjarnám með góðum stuðningi.  
Öllum nemendum í fjarnámi býðst að koma í valda tíma í staðnáminu ef þeir óska eftir því svo fremi sem það eru laus sæti.

Morgunnámskeið
Dagar: þriðjudagur, fimmtudagur
Tími: 08:30 - 12:30
Kvöldnámskeið
Dagar: mánudagur, miðvikudagur
Tími: 18:00 - 22:00
Kvöld- og helgarnámskeið
Dagar:
Tími: Fjarnám

Fyrirkomulag umsóknar:
Umsækjendur verða einnig að skrá sig hjá  NTV en þar er hægt að fá nánari upplýsingar um námið.

Athugið að Starfsmennt greiðir einu sinni fyrir hvern félagsmann á hvert námskeið. 

Nái félagsmaður ekki að ljúka námskeiði sem Starfsmennt hefur greitt fyrir hann og hyggst endurtaka það er bent á starfsmenntasjóði stéttarfélaga.

Hæfniviðmið

Að þekkja helstu þætti verslunarreiknings.

Að þekkja grunnaðgerðir í excel töflureikni.

Að hafa grunnþekkingu í dagbókarfærslum og gerð efnahags - og rekstrarreiknings.

Að þekkja algengustu reglur um virðisaukaskatt ásamt útreikningi.

Að þekkja tölvubókhaldsforrit og merkingu fylgiskjala.

Að kunna skráningar og afstemmingar bankayfirlita.

Fyrirkomulag

Verkefnavinna nemenda er mikil í náminu og er gert ráð fyrir allnokkurri heimavinnu. Mikilvægt er að nemendur geri sér grein fyrir að besta leiðin til að læra bókhald er endurtekning og því er mikilvægi heimanáms mikið. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð nemenda undir handleiðslu kennara. Fjarnám er einnig í boði.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Námið hefst 11. febrúar 2021 og lýkur í 13. maí 2020.
  • Lengd
    100 klst.
  • Staðsetning
    Hlíðarsmári 9, 201 Kópavogi
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Fyrir þá sem vilja starfa við bókhald eða fá góðan grunn til frekara náms tengdu bókhaldi.
  • Gott að vita
    Aðeins fyrir aðildarfélaga, öðrum er bent á að skrá sig hjá NTV.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Verkefnaskil
  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir
    bjorg(hjá)smennt.is

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
11.02.2021Grunnnám í bókhaldi og Excel - NTV00:0000:00Ýmsir kennarar koma að náminu