Fangelsismálastofnun | Lestur launaseðla- Upptaka

Skráning er opin til 31. ágúst en upptökuna er hægt að horfa á um leið og búið er að skrá sig. Ef vandræði koma upp við skráningu vinsamlegast hafið samband við Starfsmennt á smennt@smennt.is eða í síma 5500060. 

Eftir að skráningu er lokið er hægt að skrá sig með rafrænum skilríkjum inn á Mínar síður á smennt.is og þar er smellt á heiti námskeiðs. Næst er smellt á Kennslugögn og þá birtist hlekkur á upptöku námskeiðsins.

Það er mikilvægt að geta farið yfir launaseðilinn sinn og skilið allt sem á honum er, ekki hvað síst þegar unnin er vaktavinna. Launaseðillinn er einnig staðfesting launafólks fyrir greiðslu skatta, lífeyrissjóðsiðgjalda og félagsgjalds til stéttarfélags.

Í fyrirlestrinum verður farið lið fyrir lið yfir allan launaseðilinn. Skoðaðir verða launaliðir, launatengd gjöld og ýmsir útreikningar. 


Hæfniviðmið

Að starfsfólk verði öruggara með að lesa úr launaseðlum miðað við sitt vinnufyrirkomulag.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Upptaka aðgengileg nú þegar
  • Lengd
    1 klst.
  • Umsjón
    Bjarney Sigurðardóttir sérfræðingur hjá Fjársýslu ríkisins
  • Staðsetning
    Upptaka
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsfólk Fangelsismálastofnunar
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Skráning
  • Tengiliður námskeiðs
    Ingibjörg Hanna Björnsdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
31.08.2023Lestur launaseðla01:0002:00Bjarney Sigurðardóttir