Gervigreind fyrir byrjendur- framhald
Viltu læra að nýta gervigreind enn betur í daglegu starfi og ná dýpri tökum á verkfærunum?
Þetta framhaldsnámskeið byggir ofan á grunnnámskeiðið Gervigreind fyrir byrjendur og fer lengra í að sýna raunhæf dæmi og æfingar.
Á námskeiðinu skoðum við hvernig þú getur:
- mótað betri fyrirspurnir (prompts) til að fá nákvæmari niðurstöður
- notað ChatGPT til að búa til efni, greina gögn og skipuleggja verkefni
- nýtt Perplexity til að gera dýpri rannsóknir og bera saman heimildir
- tengt Gemini við Google-verkfæri til að auka skilvirkni
- unnið með myndir og myndbönd – t.d. búa til nýjar myndir, bæta gæði eða láta gervigreind aðstoða við klippingu og úrvinnslu
Hæfniviðmið
Að þekkja enn betur til gervigreindar og tengdra hugtaka
Að geta nýtt mismunandi gervigreindartól í lífi og starfi
Að þekkja helstu styrkleika og takmarkanir núverandi gervigreindartækni
Fyrirkomulag
Sýnikennsla og umræðurHelstu upplýsingar
- Tími26. nóvember 2025, kl. 10.00-12.00, skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst
- Lengd2 klst.
- UmsjónHermann Jónsson, sérfræðingur í stafrænum málefnum
- StaðsetningVefnám í rauntíma, kennt á Teams
- TegundStreymi
- Verð14.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurÞau sem hafa kynnt sér grunninn í gervigreind og vilja læra að nýta verkfærin markvissara, með meiri áherslu á hagnýtar æfingar, skapandi verkefni og dýpri skilning
- MatMæting
- Tengiliður námskeiðsIngibjörg Hanna Björnsdóttir
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
26.11.2025 | Gervigreind fyrir byrjendur- framhald | 10:00 | 12:00 | Hermann Jónsson |