Áfallamiðuð nálgun á vinnustað
Vilt þú geta komið fram á viðeigandi hátt við skjólstæðinga og/eða samstarfsfólk sem hafa orðið fyrir áföllum í lífinu?
Áfallamiðuð nálgun miðar að því að skapa umhverfi og aðstæður þar sem fólki finnst það örugg og ekki er ýtt undir áfallaviðbrögð.
Á námskeiðinu verður fjallað um hvað felst í nálgun þar sem ekki er ýtt undir áfallaviðbrögð og hvernig vinnustaðir geta innleitt slíka nálgun.
Umræðuþættir:
- Hvað er áfallamiðuð nálgun og hvað felst í henni?
- Hvers vegna áfallamiðuð nálgun?
- Eðli áfalla og áhrif þeirra
- Þroskun taugakerfis okkar
- Mikilvægi tengsla og félagslegra samskipta
- Hvað felst í áfallamiðaðri nálgun?
Hæfniviðmið
Að þátttakendur hafi grunnþekkingu á áhrifum áfalla og samskipta á heilsu og velferð og átti sig á algengi óunninna áfalla.
Að þátttakendur geti skilið og tekið tillit til þess hversu yfirgripsmikil áhrif áföll geta haft á upplifun, líðan og hegðun fólks.
Að þátttakendur geti notað mismunandi verkfæri til að skapa umhverfi og aðstæður þar sem allir eru öruggir og ekki er ýtt undir áfallaviðbrögð.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræðurHelstu upplýsingar
- TímiÞriðjudagur 17. október kl. 09:00 - 12:00
- Lengd3 klst.
- UmsjónLilja Sif Þorsteinsdóttir, sálfræðingur hjá Heilshugar
- StaðsetningVefnám í rauntíma, kennt á Zoom
- TegundStreymi
- Verð18.000 kr.
- MarkhópurFyrir alla sem vilja læra hvernig best er að koma fram á viðeigandi hátt við skjólstæðinga og/eða samstarfsfólk sem hafa orðið fyrir áföllum í lífinu
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
- MatMæting og þátttaka
Gott að vita
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
17.10.2023 | Áfallamiðuð nálgun á vinnustað | 09:00 | 12:00 | Lilja Sif Þorsteinsdóttir |