BVV - 360° sóun - Vefnám

Námskeið um Betri vinnutíma í vaktavinnu (BVV) eru ætluð þeim sem koma að innleiðingunni svo sem stjórnendum, vaktasmiðum og launafulltrúum hjá ríkisstofunum, Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum. 

Farið er yfir helstu tegundir sóunar og skoðað hvernig birtingamynd þeirra getur verið mismunandi eftir viðfangsefni. Skoðað er hugtakið sóun allt frá okkur sjálfum, yfir í okkar nær umhverfi, í skipulagi, í ferlum, í stjórnun, í umhverfinu og í heiminum. Að læra að sjá sóun er mikilvægur þáttur í því að koma auga á þau vandamál sem eru að koma í veg fyrir að við séum að ná þeim árangri sem við sækjumst eftir. Tilvalin leið til að bæta flæði og auka gæði í því sem við erum að fást við. Það að  taka út sóun í því sem maður er að gera býr til rými til nýsköpunar og virðisaukandi þátta.

Námskeiðið verður í boði í fjarnámi í gegnum fjarfundakerfið Zoom. Þátttakendur fá sendan hlekk í fundarboði sem þeir virkja þegar námskeiðið hefst. Nauðsynlegt er að hafa góða nettengingu, myndavél (nóg að hún sé innbyggð í tölvunni) og hljóðnema. Í Zoom fjarfundakerfinu sjá þátttakendur það sem fram fer á skjánum og geta einnig séð kennara og aðra þátttakendur, tekið þátt í umræðum og spjalli.

Markmið

Að minnka sóun

Að auka rými til nýsköpunar og virðisaukandi þátta

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Föstudagur 11. desember kl. 09:00 - 12:00
 • Lengd
  3 klst.
 • Umsjón
  Maríanna Magnúsdóttir sérfræðingur hjá Manino
 • Staðsetning
  Vefnám
 • Tegund
  Vefnámskeið
 • Verð
  Án kostnaðar
 • Markhópur
  Stjórnendur og starfsmenn í vaktavinnu hjá stofnunum ríkis, Reykjavíkurborgar og sveitarfélaga
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce
  smennt(hjá)smennt.is
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Gott að vita

Ef þátttakandi getur ekki tekið þátt í námskeiði sem hann hefur skráð sig á, verður viðkomandi að afskrá sig á „mínum síðum“, þar sem aðeins er hægt að skrá sig einu sinni á hvert námskeið.

Dagskrá

DagsetningNámsþátturKennari
11.12.2020360° sóunMaríanna Magnúsdóttir