Microsoft Teams fyrir virka notendur

Á þessu námskeiði verður farið yfir daglega notkun svo sem uppröðun teyma, festur, síur, bókamerki, skipanir, tengingar við önnur kerfi, uppsetningu lista, samskipti við SharePoint, nýjar viðbætur og fleira.

Yfirferð:

 • Uppröðun teyma – notendur.
 • Rásir – vinsælast.
 • Notkun á virkni (e. activity) – síun.
 • Merkingar á skilaboðum.
 • Skipanir í leitarglugga.
 • Notkun á listum innan Teams.
 • Tengingar við Sharepoint og önnur kerfi.
 • Sniðmát og aðgengi að gögnum í Sharepoint
 • Samvinna á skrám og merkingar.
 • Fundir – bókun, rásir og upptökur.

Hæfniviðmið

Að geta nýtt sér Teams til daglegrar notkunar.

Að geta gert grein fyrir og nýtt sér þau verkfæri sem Teams býður uppá

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og verkefni.
Þátttakendur þurfa að hafa Teams aðgang uppsettan áður en að námskeið hefst.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  12. mars 2024, kl. 13.00 - 16.00. Skráningu lýkur 26. febrúar kl. 10.00.
 • Lengd
  3 klst.
 • Umsjón
  Atli Þór Kristbergsson, ráðgjafi og kennari
 • Staðsetning
  Vefnám á rauntíma, kennt á Zoom
 • Tegund
  Streymi
 • Verð
  Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
 • Markhópur
  Þau sem hafa þekkingu á Teams og/eða hafa lokið grunnnámskeiðinu Microsoft Teams og OneDrive hjá EHÍ og vilja nýta möguleika þess betur.
 • Gott að vita
  Eingöngu félagsfólk aðildarfélaga Starfsmenntar getur skráð sig hér á námskeiðið. Félagsfólk BHM með aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna sem hyggst skrá sig á þetta námskeið verður að hafa samband við Starfsmennt. Aðrir skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðið telst ekki 100% öruggt fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr ,,nýr” í ,,samþykkt.” Póstur verður sendur á þátttakendur þess efnis áður en námskeiðið hefst.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
 • Mat
  Þátttaka
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
12.03.2024Microsoft Teams fyrir virka notendur13:0016:00Atli Þór Kristbergsson