Reykjanesbær - Að þekkja þarfir þjónustuþega og veita góða þjónustu - Hópur 2

Kröfur um góða þjónustu eru miklar, og hraðar breytingar í umhverfi stofnana hafa áhrif á samskipti og þjónustu við mismunandi hópa og einstaklinga. Léleg þjónusta er ávísun á slæmt umtal, kvartanir og óánægju þjónustuþega jafnt sem líðan og óánægju starfsmanna en góð og fagleg þjónusta ávísun á meiri ánægju viðskiptavinar og vinnugleði og líðan starfsmanns.

Framkoma, viðmót og afstaða til þjónustuþegans eru aðalviðfangsefni þessa námskeiðs. Ýmis smáatriði geta orðið að stórum atriðum sem að lokum ráða úrslitum um upplifun þjónustuþega, vinnugleði starfsmanns og það orðspor sem fer af þjónustu stofnunarinnar. Á þessu námskeiði er lögð áhersla á viðhorf og viðmót, muninn á afgreiðslu og þjónustu, þjónustulund, ánægju af því að leysa mál eða vinna úr kvörtunum þjónustuþega, innri þjónustu, þjónustu í síma og texta, og margt fleira. 

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að heyra viðhorf og reynslu starfsmanna jafnt sem miðla fræðslu og ráðum.

Markmið

Að efla og styrkja reynt starfsfólk jafnt sem þá sem hafa unnið skemur í þjónustustarfi.

Að gefa starfsfólki tækifæri til að eiga samtal um leiðir til að gera þjónustuna þægilegri fyrir alla.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræða, virk þátttaka

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Miðvikudagur 21. október 2020 frá kl. 13:00 - 17:00
 • Lengd
  4 klst.
 • Umsjón
  Steinunn Inga Stefánsdóttir
 • Staðsetning
  Skólavegur 1, 230 Reykjanesbær
 • Tegund
  Námskeið
 • Verð
  Án kostnaðar
 • Markhópur
  Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það.
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce
  soffia(hjá)smennt.is

Gott að vita

Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það.

Dagskrá

DagsetningNámsþátturFráTilKennari
21.10.2020Að þekkja þarfir þjónustuþega og veita góðu þjónustu13:0017:00Steinunn Inga Stefánsdóttir frá Starfsleikni