Dómstólasýslan - Excel framhald - Vefnám - Valfrjálst upphaf

Námskeiðið er vefnámskeið, sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er. Þátttakendum stendur til boða "valfrjálst upphaf" - þ.e.a.s. hægt er að hafa samband við kennarann og hefja leikinn um leið og skráning er samþykkt.

Á námskeiðinu er farið yfir:

  • Mikilvægustu gagnavinnsluföllin.
  • Hvernig gögn eru sótt sjálfvirkt á Netið inn í Excel til vinnslu.
  • Snúningstöflur (Pivot).
  • Uppflettiföll, leitar- og rökfræðiföll.
  • Erlenda gagnagrunna.
  • Hvernig gögn eru sótt í gagnavinnslukerfi.
  • Röðun og síun gagna.
  • Tengingar milli skjala og innan vinnubókar.
  • Verndun og læsingu gagna.
  • Fjölvavinnslu (Macros) og gerð þeirra.
  • Fjármálaföll. 

Nemendur fá sent námshefti og kennslumyndbönd á netinu. 

Opið er fyrir skráningu til 1. ágúst 2020.

Hæfniviðmið

Að efla færni í notkun Excel.

Að geta haldið utan um skipulag og úrvinnslu stórra gagnaskráa.

Fyrirkomulag

Vefnám. Þátttakendur fá send námsgögn og vinna verkefni rafrænt. Námskeið stendur yfir í þrjár vikur auk þess sem stuðningstími er veittur að því loknu. Aðgangur að námsefni er opinn allt skólaárið. 

Helstu upplýsingar

  • Lengd
    18 klst.
  • Umsjón
    Bjartmar Þór Hulduson, tölvukennari
  • Staðsetning
    Vefnám. Upphafsdagsetning skráð 7. júní en upphafið er valfrjást í samráði við kennara.
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsfólk dómstólanna
  • Gott að vita

    Aðstoð er veitt í gegnum netfangið kennari(hjá)nemandi.is og í þjónustusíma 788 8805 frá kl. 10-20 alla virka daga.

    Námskeiðið er aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu en Dómstólasýslan greiði fyrir aðra. 

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Verkefnaskil
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    smennt(hjá)smennt.is

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
07.06.2021Excel, framhaldBjartmar Þór Hulduson