Outlook, verkefna- og tímastjórnun
Á námskeiðinu lærir þú að bæta skipulag og gera samskipti skilvirkari. Þú lærir að einfalda tímastjórnun og verkefnastýringu ásamt því hvernig þú getur haldið betur utan um tengiliði og viðskiptavini. Þú lærir jafnframt hvernig þú getur nýtt gervigreindina Copilot.
Þú lærir að halda dagbók, bóka fundi, sinna tímastjórnun og almennri skjalastjórnun.
Þú lærir að geyma og flokka upplýsingar um tengiliði og viðskiptavini og halda utan um samskipti.
Þú færð verkfæri til þess að auðvelda eftirlit með eigin verkefnum sem og þeim sem eru úthlutuð öðrum.
Þú lærir að skrifa minnismiða, geyma þá og flokka, setja upp ferilskrá og skipulag ásamt því að senda, taka á móti og vinna með tölvupóst.
Hæfniviðmið
Að geta notað Outlook til skilvirkari tímastjórnunar og skipulags
Fyrirkomulag
Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er.
Þegar skráningu þinni hefur verið breytt úr Nýr í Samþykkt þá getur þú hafið leikinn með því að hafa samband við kennara eða fylgja leiðbeiningum á mínar síður undir Kennslugögn.
Nemendur geta farið í gegnum námsefnið á sínum hraða, algengt er að nemendur fari yfir efnið á 3-5 vikum.
Kennari er þér innan handar í gegnum tölvupóst, með vefspjalli eða í þjónustusíma.
Aðgengi að námsefninu er opið í 12 mánuði eftir upphafsdag svo nemendur hafa nægan tíma til að rifja upp að vild.
Upplýsingar og aðstoð: sími 7888805, kennari@nemandi.is, milli 10-20 virka daga.
Helstu upplýsingar
- TímiSkráning er opin til 27. október 2025 en upphafið er valfrjálst
- Lengd18 klst.
- UmsjónBjartmar Þór Hulduson, tölvukennari
- StaðsetningVefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
- TegundVefnám
- Verð52.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNámið hentar öllum sem vilja bæta almenna færni sína í Outlook
- MatVerkefnaskil
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
27.10.2025 | Outlook, verkefna- og tímastjórnun | 23:59 | 17:59 | Bjartmar Þór Hulduson |