Hagstofan | Teymi til árangurs
Vilt þú byggja upp öflugt og árangursríkt teymi?
Umhverfið skiptir höfuðmáli þegar byggja þarf sterk teymi og ná árangri enda sýna rannsóknir að starfsumhverfi og menning sem styður við sálrænt öryggi og leiðir með skýrum markmiðum skilar sér í meiri árangri
Á þessu námskeiði fá þátttakendur innsýn inn í mikilvægi starfsumhverfisins og áhrif þess á liðsheild og samvinnu.
Fjallað verður um þá leiðtogaþætti sem eru nauðsynlegir til þess að byggja upp umhverfi sálræns öryggis og jákvæðrar menningar og leiða teymi í gegnum breytingar.
Umfjöllunarefni:
- Mikilvægi liðsheildar og samvinnu
- Leiðtogahæfni og breytingastjórnun
- Sálrænt öryggi og samskipti
- Vinnustaðamenningu
Hæfniviðmið
Að þekkja kosti góðrar teymisvinnu
Að geta nýtt styrkleika sína í teymisvinnu
Að geta unnið að skilgreindum markmiðum teymis
Fyrirkomulag
Um lifandi kennslu er að ræða þar sem þátttakendur munu taka virkan þátt í námskeiðinu. Kennsluaðferðir eru meðal annars æfingar, dæmi og umræður.Helstu upplýsingar
- Tími21. október 2025 kl. 13.00 - 16.00 Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst
- Lengd3 klst.
- StaðsetningHagstofa Íslands, Borgartún 21 a, 105 Reykjavík
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurTeymisstjórar hjá Hagstofu Íslands
- MatMæting og þátttaka
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
21.10.2025 | Teymi til árangurs | 09:00 | 12:00 | Íris Sigtryggsdóttir |