Vefsíðugerð í WIX
Á þessu námskeiði lærir þú að nota WIX til þess að búa til vefsíu frá grunni. Forritið er afar öflugt og skemmtilegt og gerir venjulegum notendum mögulegt að hanna og vinna vefsíðu án tæknilegrar þekkingar.
Þú kynnist notendaviðmóti Wix, helstu hugtök vefgerðar, hvernig þú tengir lén og tölvupóst við síðuna þína. Þú lærir að búa til vef, að setja inn myndir og myndbönd, myndasöfn og féttasíðu, hvernig á a setja inn skráningarform, safna upplýsingum og setja upp póstlistakerfi. Þá kynnistu grunnhandtökunum við leitarvélabestun.
Hæfniviðmið
Að þátttakendur geti búið til vefsíðu með WIX vefkerfinu.
Fyrirkomulag
Á fyrsta degi veitir kennarinn þér aðgang að rafrænu netskólakerfi þar sem námsefnið er aðgengilegt. Hann er þér innan handar í gegnum tölvupóst, vefspjall eða þjónustusíma.
Námskeiðið stendur yfir í 3 vikur en stuðningur er veittur að því loknu.
Nánari upplýsingar um námskeiðið fást hjá kennara í síma 778 8805 milli kl. 10 – 11 virka daga eða í gegnum netfangið kennari(hjá)nemandi.is
Helstu upplýsingar
- TímiMiðvikudagur 1. febrúar 2023
- Lengd18 klst.
- UmsjónBjartmar Þór Hulduson, tölvukennari.
- StaðsetningVefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
- TegundFjarnám
- Verð39.500 kr.
- MarkhópurNámið hentar öllum sem vilja læra að gera vefsíður frá grunni.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
- MatVerkefnaskil
Gott að vita
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Kennari |
---|---|---|
01.02.2023 | Vefsíðugerð - Wix | Bjartmar Þór Hulduson, tölvukennari. |